Sveitarstjórn

246. fundur 11. desember 2006 kl. 23:28 - 23:28 Eldri-fundur

246. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 2. mars 2004, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson, Reynir Björgvinsson, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. Fundargerð byggingarnefndar, 22. fundur, 17. feb. 2004
3. liður, umsókn frá Elvu Sigurðardóttur um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt í landi Höskuldsstaða.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
4. liður, umsókn frá Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni um leyfi til að breyta íbúðarhúsinu á öngulsstöðum I, í 3 íbúðir.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
5. liður, afgreiðsla teikninga vegna breytinga á fjósi á jörðinni Ytri Tjörnum.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

2. Fundargerð menningarmálanefndar, 98. fundur, 26. feb. 2004
4. liður, sveitarstjórn staðfestir tilnefningu nefndarinnar um að Ingólfur Jóhannsson taki sæti í stjórn Smámunasafnsins.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Fundargerð skólanefndar, 132. fundur, 24. feb. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 66. fundur, 9. feb. 2004
Lögð fram til kynningar.

5. Fundargerð skipulagsnefndar, 30. fundur, 28. feb. 2004
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.

6. Erindi Krabbameinsfélags Akureyrar dags. 10. feb. 2004, beiðni um styrkveitingu
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar og oddvita falið að koma með tillögu að meðferð slíkra beiðna.

7. Heitavatnsréttindi að Syðra-Laugalandi, bréf Arnars Sigfússonar hdl. dags. 23. feb. 2004 og Magnúsar Thoroddsen hdl. dags. 17. feb. 2004
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir því við Arnar Sigfússon að hann mæti á næsta fund sveitarstjórnar og kynni stöðu málsins fyrir sveitarstjórn.

8. Erindi óla G. Jóhannssonar og Lilju Sigurðardóttur dags. 23. feb. 2004
í erindunu fara þau fram á að mega telja sig til lögheimilis í sumarhúsi í landi Eyrarlands. Jafnframt að nafnið Háhóll verði staðfest sem nafn á húsinu.
Sveitarstjórn samþykkir að veita bréfriturum tímabundna undanþágu til fimm ára til að skrá lögheimili sitt í húsinu.
Jafnfram samþykkir sveitarstjórn nafnið Háhóll á húsið.

9. Erindisbréf fyrir stjórn "Smámunasafnsins." Fyrir lágu drög að erindisbréfi fyrir stjórn Smámunasafnsins
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og felur sveitarstjóra að færa þau í endanlegan búning. þá er sveitarstjóra falið að kalla nefndina saman.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:30

Getum við bætt efni síðunnar?