Sveitarstjórn

249. fundur 11. desember 2006 kl. 23:29 - 23:29 Eldri-fundur

249. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 13. apríl 2004, kl. 19:30.

Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Jón Jónsson,  Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson,  Arnar árnason,  Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Birna Snorradóttir.

 

1. Skýrsla vinnuhóps um málefni Tónlistarhússins Laugarborgar.  Formaður hópsins, þórarinn Stefánsson, fylgdi skýrslunni úr hlaði. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi.

 

2. Hitavatnsréttindin að Syðra-Laugalandi og samskipti við Prestssetrasjóð.  Arnar Sigfússon lögfræðingur  greindi frá stöðu málsins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið ásamt Arnari Sigfússyni að afla frekari gagna.

 

3. Fundargerð umhverfisnefndar, 60. fundur, 29. mars 2004
Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

4. Fundargerð stjórnar Smámunasafnsins, 2. fundur,  2. apríl 2004
Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Fundargerð skipulagsnefndar, 32. fundur,  5. apríl 2004
Fundargerðin staðfest. Varðandi lið 2 er sveitarstjóra falið að afgreiða framkomna umsókn um sandtöku á óshólmasvæðinu í  samræmi við þær reglur sem skipulagsnefnd leggur til.

 

6. Fundargerð skólanefndar, 133. fundur,  31. mars 2004
Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Fundargerð veganefndar, 1. fundur,  30. mars 2004
Lögð fram til kynningar.

 

8. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga, 712. fundur, 19. mars 2004
Lögð fram til kynningar.

 

9. Málþing um stefnumótun sveitarfélaga á sviði mennta- heilbrigðis- og félagsmála 30. apríl 2004, lagt fram til kynningar.


10. Bréf íSí dags. 31. mars 2004 um fræðslu og hvatningarverkefnið  "ísland á iði," lagt fram til kynningar
Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

11. Um sinubruna, ályktun heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra
Lagt fram til kynningar en afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

12. Frumvarp til ábúðarlaga og frumvarp til jarðalaga
Samþykkt að óska eftir umsögn Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

 

 

Fundi slitið kl. 23:15

Getum við bætt efni síðunnar?