250. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 27. apríl 2004, kl. 19:30
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson, Arnar árnason, Reynir Björgvinsson, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
1. Málefni fyrrum húsmæðraskólans að Syðra-Laugalandi, yfirlýsing um skyldur sveitarfélagsins skv. samningum við menntamálaráðuneytið.
Fyrir fundinum lágu drög að yfirlýsingu dags. 2. apríl 2004.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi yfirlýsingu.
2. Samningur við Vátryggingarfélag ísland hf. um tryggingar fyrir sveitarfélagið
Fyrir lá tilboð frá Vátryggingafélagi íslands í sveitarstjórnartryggingu kr. 914.683.- og brunatryggingu kr. 1.032.823.- eða samtals kr. 1.947.506.-
Er þetta lækkun frá fyrra ári um kr. 531.293.-
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að ræða við tilboðsgjafa um hugsanlega útfærslu samningsins.
3. Samningur við Akureyrarbæ um stofnanaþjónustu fyrir aldraða
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um stofnanaþjónustu með fyrirvara um samþykki annarra aðildarsveitarfélaga samningsins.
4. Sinubrennur
Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi ályktun:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar vill af gefnu tilefni lýsa því yfir að hún telur sinubrennur í þéttri byggð eins og víða er í sveitarfélaginu og næsta nágrenni þess engan veginn ásættanlegar. Hún telur að slíkar brennur brjóti í raun alltaf gegn ákvæðum laga nr. 61/1992, um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, sbr. 2. gr. þeirra laga sbr. einnig ákvæði í reglugerð við þau lög þar sem m. a. segir að aldrei megi brenna sinu þar sem almannahætta stafar af. Brennurnar hljóta ávallt að valda þeim, sem reykinn leggur yfir, verulegum óþægindum. þegar slíkt ástand varir klukkustundum saman má tala um að brennunni fylgi almannahætta. Að margra áliti fara brennur af þessum toga auk þess undantekninga lítið í bága við skynsamlega umhverfisstefnu.
Sveitarstjórn hvetur alla þá sem ábyrgð bera á leyfisveitingu fyrir sinubrennslu að gaumgæfa vel allar leyfisveitingar sérstaklega þar sem aðstæður eru sem að framan er lýst. Hún hvetur jafnframt til þess að sinubrennur verði aldrei leyfðar nema að undangenginni vettvangsskoðun umsagnaraðila."
Sveitarstjóra falið að senda ályktunina til Sýslumannsins á Akureyri, Náttúruverndarnefndar, Héraðsráðunauta, Gróðurverndarnefndar ásamt afriti til Umhverfisráðuneytis og Slökkviliðstjóra.
5. Málefni Tónlistarhússins Laugarborgar sbr. skýrslu sem lögð var fram á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjóra falið að taka upp viðræður við þórarin Stefánsson um tímabundna vinnu til að hrinda í framkvæmd tillögum nefndarinnar sem fram koma í skýrslunni.
Jafnfram samþykkir sveitarstjórn að styrkjum kr. 500.000.- frá Menningarborgarsjóði og kr. 100.000,- frá Menningarsjóði KEA verði varið til að vinna að þeim markmiðum sem tilgreind eru í skýrslunni.
Jafnfram óskar sveitarstjórn eftir því við vinnuhópinn að hann fylgi verkefninu eftir.
6. Bréf Sambands ísl. sveitarfélaga um jöfnun tekjutaps vegna fasteignaskatta, dags. 15. apríl 2004
Lagt fram til kynningar.
7. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 68. fundur, 5. apríl 2004
Lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 64. fundur, 19. apríl 2004
Lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:50