251. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 11. maí 2004, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar árið 2003, fyrri umræða
á fundinn mætti þorsteinn þorsteinsson , endurskoðandi og fór yfir reikninginn.
Samþykkt að vísa reikningnum til síðari umræðu.
2. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 72. og 73. fundur, 27. apríl og 3. maí 2004
7. liður, 72. fundar, sveitarstjóra falið að kanna kostnað við verkið.
Sveitarstjórn fagnar frumkvæði nefndarinnar um "Grænan dag" og "Kvennahlaup."
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð byggingarnefndar, 24. fundur, 20. apríl 2004
6. liður, umsókn frá Bergsteini Gíslasyni um byggingu sumarhúss á lóð nr. 14 á jörðinni Leifsstöðum.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7. liður, Leifsstaðabrúnir ehf., sækja um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóð nr. 15 í landi Leifsstaða.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
8. liður, Bylgja R. Aradóttir sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóð nr. 10 í landi Leifsstaða.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
9. liður, þroskahjálp óskar eftir leyfi byggingarnefndar til að setja niður heitan pott við húseign sína að Botni.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Erindi skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar dags. 6. maí 2004
Sveitarstjóra falið að ná saman fundi með bréfritara og eigendum flygilsins til að ræða erindið.
5. Skipan fulltrúa í Handverkssýningarstjórn
Sveitarstjórn samþykkir að skipa eftirtalda í Handverkssýningarstjórn. Samkvæmt tilnefningu frá handverksfólki:
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Beate Stormo
Guðrún Steingrímsdóttir
Tilnefndir af sveitarstjórn:
Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sem verður formaður nefndarinnar.
6. Drög að stefnuskjali fyrir "Handverkssýninguna að Hrafnagili"
Fyrir lágu drög að stefnuskjali dags. 10. maí 2004.
Fyrirliggjandi drög voru samþykkt með þeirri breytingu á 4. gr. að Handverkssýningarstjórn skal skipuð í október ár hvert.
7. Drög að erindisbréfi fyrir Handverkssýningarstjórn
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf.
8. Erindi Lýðheilsustöðvarinnar, dags. 5. maí 2004
Sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um málið og kynna það skólanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd..
9. Heitavatnsréttindin á Syðra-Laugalandi
á fundinn mætti Arnar Sigfússon, lögfræðingur og gerði grein fyrir stöðu málsins.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna í málinu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:40