Sveitarstjórn

252. fundur 11. desember 2006 kl. 23:31 - 23:31 Eldri-fundur

252. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 25. maí 2004, kl. 19:30.

Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Jón Jónsson,  Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson,  Arnar árnason,  Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


 
1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar árið 2003, síðari umræða
Veltufé frá rekstri er um 9.017 þús. króna.
Skuldir samtals eru 154.952  þús. króna.
Eigið fé og skuldir samtals kr. 544.809  þús. króna.
Reikningurinn var samþykktur samhljóða.

 

2. Fundargerð atvinnumálanefndar, 19. fundur, 12. maí 2004
Fundargerðin er samþykkt.

 

3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 69. fundur, 10. maí 2004
Lögð fram til kynningar.

 

4. Fundargerð stjórnar Eyþings, 151. fundur, 14. maí 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  20:00

Getum við bætt efni síðunnar?