Sveitarstjórn

253. fundur 11. desember 2006 kl. 23:31 - 23:31 Eldri-fundur

253. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 8. júní 2004 kl. 19.30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Jón Jónsson,  Gunnar Valur Eyþórsson, Valdimar Gunnarsson,  Arnar árnason,  Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Birna Snorradóttir.

 

1. Fundargerð umferðarnefndar, 16. fundur, 13. maí 2004
Sveitarstjóra falið að fullgera erindi til Vegagerðar sem byggi á minnisblaði um vegamál sem til umfjöllunar var á 247. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2004 og 16. fundargerð umferðarnefndar.

 

2. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 74. fundur, 25. maí og  1. júní 2004
Fundagerðin  samþykkt.

 

3. Fundargerð skipulagsnefndar, 33. fundur, 28. maí 2004

Sveitarstjórn staðfestir tillögur skipulagsnefndar í þessum 8 liðum fundargerðarinnar.

 

4. Fundargerð byggingarnefndar, 25. fundur, 18. maí 2004
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu 9., 10. og 11. liðar. Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Erindi Félags aldraðra í Eyjafirði dags. 15. maí 2004
Samþykkt að oddviti og sveitarstjóri ræði við forsvarsmenn félagsins.

 

6. þverá golf ehf., ódagsett erindi mótt. 1. júní 2004
þar sem frestur til athugasemda við skipulagið er ekki útrunninn, sér sveitarstjórn  sér ekki fært að verða við erindinu.

 

7. Erindi Guðmundar ævars Oddssonar dags. 1. júní 2004

Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

 

8. Bréf Hreiðars Hreiðarssonar f. h. Vínar ehf., dags. í maí 2004
Sveitarstjórn hafnar erindinu en lýsir sig reiðubúna til að taka upp viðræður við bréfritara um nýjan leigusamning.

 

9. Fundagerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., dags. 12. og 27. maí 2004
Fundargerðirnar  lagðar fram til kynningar.

 

10. Samstarfssamningur Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja dags. 28. maí 2004
Samningurinn lagður fram til kynningar.

 

11. Fundargerð gróðurverndarnefndar, dags. 1. júní 2004
Lögð fram til kynningar.

 

12. Veiðifélag Eyjafjarðarár, gögn vegna aðalfundar 23. maí 2004
Lögð fram til kynningar.

 

13. Yfirlit um seldar máltíðir í mötuneyti Hrafnagilsskóla skólaárið 2002 ? 2003, lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að ganga ákveðið eftir uppgjöri vegna reksturs mötuneytis. Berist uppgjör ekki fyrir upphaf  næsta skólaárs er litið á það sem vanefndir samnings sbr. 9. gr. samnings frá 20. desember 2001.

 

14. Tilkynning um aðalfund Eyþings 2004
Lögð fram til kynningar.

 

15. Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 25. maí 2004
Lagt fram til kynningar.


Fundi slitið kl. 21:45

Getum við bætt efni síðunnar?