Sveitarstjórn

254. fundur 11. desember 2006 kl. 23:32 - 23:32 Eldri-fundur

254. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 22. júní 2004,  kl. 19.30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Jón Jónsson,  Björk Sigurðardóttir, Valdimar Gunnarsson,  Arnar árnason,  Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


 
1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 20. fundur, 10. júní 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

2. Fundargerð skólanefndar, 134. fundur, 9. júní 2004
2. lið fundargerðar er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2004.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

3. Fundargerð menningarmálanefndar, 99. fundur, 10. júní 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

4. Fundargerð félagsmálanefndar, 98. fundur, 10. júní 2004
Fundargerðin ásamt stefnuskjali fyrir vinnuskóla samþykkt samhljóða.
 
5. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurl. eystra, 70. fundur, 2. júní 2004
Lögð fram til kynningar.

 

6. Fundargerð Héraðsráðs, 202. fundur, 28. apríl 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Tónlistarskóli Eyjafjarðar, fundargerð oddvitafundar ásamt fsk. , 18. júní 2004
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun um rekstur skólans fyrir veturinn 2004-2005.
Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir því að lagðar verði fram ítarlegri upplýsingar um rekstur skólans og innra starf.

 

8. Erindi Hrefnu Ingólfsdóttur, kennara, dags. 16. júní 2004, í erindinu er óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins vegna heimsóknar grunnskólanemenda frá árósum á komandi hausti.
Sveitarstjórn samþykkir styrk kr. 100.000.-  vegna heimsóknarinnar.

 

9. Undirskriftalisti dags. 30. apríl 2004, áskorun 58 einstaklinga um að lögð verði malbikuð gangbraut milli Kristness og Reykárhverfis
Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu eins og það liggur fyrir þ.e. að leggja malbikaðan stíg.  Fyrir liggur áætlun um slíkan stíg sem hljóðar upp á kr. 8-15 millj.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kanna aðra og ódýrari kosti við lagningu leiðarinnar.

10. Um heitavatnsréttindin að Syðra-Laugalandi
Fyrir lá minnisblað frá sveitarstjóra dags. 22. júní 2004.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Prestsetrasjóð og reyna til hlítar að ná samkomulagi við sjóðinn eins og frá er greint í fyrirliggjandi minnisblaði.

 

11. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 16. júní 2004
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu og óska eftir umsögn Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar.

 

12. Kjörskrá til forsetakosninga 26. júní 2004
Kjörskrá lögð fram og samþykkt.

 

13. Sumarleyfi sveitarstjórnarfulltrúa
Samþykkt að sveitarstjórn taki sumarleyfi 8 vikur og að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verði 31. ágúst.

 

14. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs sbr. 2 . mgr. 14. gr. sveitastjórnarlaga nr. 45/1998
Oddviti var kjörinn Hólmgeir Karlsson með  4  atkvæðum.
Varaoddviti var kjörinn  Jón Jónsson með  4 atkvæðum.
 

   

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21:15

Getum við bætt efni síðunnar?