257. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 31. ág. 2004 kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Reynir Björgvinsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Oddviti leitaði afbrigða til að breyta 19. lið dagskrár þannig að umsókn um framkvæmdaleyfi fellur út af dagskrá og í stað þess kemur bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. ágúst 2004, varðandi hugsanlega matskyldu á lagningu Eyjafjarðarbrautar eystri við Möðruvelli.
Var það samþykkt.
1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 21. fundur 17. ág. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Fundargerð menningarmálanefndar, 100. fundur, 19. ág. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Fundargerð skólanefndar, 135. fundur, 26. ág. 2004
2. liður, sveitarstjórn samþykkir heimild til skólans til að gera rekstrarleigusamning við EJS. Heildarupphæð samningsins er kr. 1.659.820.- og árlegar afborganir eru kr. 549.736.-.
3. liður, Arnar árnason óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað:
"Athugasemd er gerð við orðalag í 135. fundargerð skólanefndar í 3. lið þar sem tveir bæir eru teknir út úr heildinni og sagt að heimreiðar þangað valdi enn vandræðum. Hið rétta er að þessir tveir bæir eru einungis hluti af heildarakstursleið skólabíla og valda ekki meiri vandræðum en aðrir."
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerðir byggingarnefndar, 26., 27., 28. og 29. fundur. 15. júní, 6. og 21. júlí og 17. ág. 2004
Fundargerð 26. fundar 15. júní, sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 12., 14. og 15. lið fundargerðarinnar.
Ekki er gerð athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar á 13. lið þar sem hann er afgreiddur á 28. fundi nefndarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 27. fundar 6. júlí, sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 4.lið, 8. - 10. lið og 15. - 17. lið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 28. fundar 21. júlí, sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 9. - 11. lið fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 29. fundar 17. ágúst, sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 3. - 5. lið fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 71. fundur, 9. ág. 2004
Lögð fram til kynningar.
6. Fundargerð stjórnar Eyþings, 152. fundur, 21. júní 2004
Lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar, 204. fundur, 30. júní 2004
Lögð fram til kynningar.
8. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 25. júní 2004
Lagt fram til kynningar.
9. Breyting á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Sveitarstjóra er falið að koma á framfæri við Jöfnunarsjóð sveitafélaga þeirri skoðun að eðlilegt væri að greiða tekjujöfnunarframlag með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.
10. Skipan fulltrúa í fagnefnd til að skera úr ágreiningi um merkjagirðingu sbr. 5. og 7. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Erindi frá Arnari Sigfússyni hdl. dags. 6. ág. 2004
Samþykkt að leita eftir því við Sigmund Guðmundsson lögfr., Kristnesi 6, að hann taki sæti í nefndinni.
11. Endurgreiðsla á kostnaði við snjómokstur á heimreiðum
þar sem ekki var um verulegan kostnað að ræða veturinn 2003 - 2004, telur sveitarstjórn ekki ástæðu til að endurgreiða hluta af snjómoksturskostnaði.
12. Kynningarmál, erindi Halldórs Pálssonar
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
13. Erindi ísor dags. 1. júlí 2004, beiðni um styrk vegna gerðar jarðfræðikorts
Sveitarstjórn hafnar beiðninni.
14. Tónlistarhúsið Laugarborg, tillaga að vetrardagskrá o. fl.
Sveitarstjórn samþykkir að styðja tónleikahaldið og vísar kostnaði við það til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2004 og til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2005.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að áfram verði leitað að styrktaraðilum fyrir dagskrána.
Arnar árnason óskaði eftir að bókað yrði:
"Að tímasetning tónleika taki mið af atvinnuháttum í sveitarfélaginu."
15. Erindi Lkl. Akureyrar og Lkl. Vitaðsgjafa vegna hagyrðingakvölds 8. okt. 2004
Sveitarstjórn samþykkir að lána klúbbunum íþróttahúsið á Hrafnagili án endurgjalds.
16. Styrkumsóknir frá ýmsum aðilum
Fyrir lá minnisblað frá sveitarstjóra þar upp eru taldir þeir aðilar sem sótt hafa um styrki hjá sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir að hafna öllum fyrirliggjandi umsóknum.
17. Minnisblað um viðræður við Norðurorku hf. um lagningu hitaveitu, dags. 26. ág. 2004
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að halda viðræðum áfram við Norðurorku og jafnframt verði skrifstofunni falið að taka saman ítarlegar upplýsingar um Hitaveitu Eyjafjarðarsveitar og þá samninga sem í gildi eru.
18. Um akstur framhaldsskólanemenda
Borist hafa 3 umsóknir um akstur í framhaldsskólana.
þar sem ekki bárust fleiri umsóknir um þessa þjónustu telur sveitarstjórn engan grundvöll til að halda henni áfram að svo stöddu.
19. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. ágúst 2004, varðandi hugsanlega matskyldu á lagningu Eyjafjarðarbrautar eystri við Möðruvelli.
Sveitarstjórn telur ofangreinda framkvæmd ekki háða mati á umhverfisáhrifum.
20. Tillaga að skipan fulltrúa í vinnuhóp til að fjalla um fjarskiptamál
Samþykkt að skipa í vinnuhópinn:
Rögnvald Guðmundsson, Vallartröð 1
Garðar Birgisson, Stokkahlöðum
Jóhann ólaf Halldórsson, Brekkutröð 4
21. ársreikningur Skjólbeltasjóðs Kristjáns Jónssonar f. árið 2003
Sveitarstjórn samþykkir reikninginn.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:30