Sveitarstjórn

258. fundur 11. desember 2006 kl. 23:34 - 23:34 Eldri-fundur

258. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 14. september  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð.



1.  Fundargerð atvinnumálanefndar, 22. fundur, 8. sept. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
 
2.  Fundargerð skipulagsnefndar, 35. fundur, 30. ág. 2004
Fundargerðin samþykkt.


3.  Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar, 67. fundur, 2. sept. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4.  Erindi Baldurs Kristinssonar dags. 6. sept. 2004
í erindinu er farið fram á að íbúðarhús á lóð úr landi öngulsstaða III verði nefnt öngulsstaðir IV. 
Erindið samþykkt.
 
5.  Umsókn Símans hf. um framkvæmdaleyfi, dags. 7. sept. 2004
Farið er fram á að leggja ljósleiðarastreng í jörðu frá tengiboxi við stöðvarhús Djúpadalsvirkjunar, annars vegar að tækjahúsi við Saurbæ og hins vegar að tækjahúsi við Ystagerði.
Erindið samþykkt.


6.  Kynningarmál, erindi Halldórs Pálssonar. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi
Erindinu hafnað.


7.  Erindi Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, dags. 10. ág. 2004
Erindinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.

 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:15.

Getum við bætt efni síðunnar?