Sveitarstjórn

259. fundur 11. desember 2006 kl. 23:34 - 23:34 Eldri-fundur

259. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 28. september  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Brynjar Skúlason, Gunnar Valur Eyþórsson,  Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1.  Fundargerð byggingarnefndar, 30. fundur, 14. sept . 2004.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 2. til og með 6. lið fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð umhverfisnefndar, 62. fundur, 14. sept. 2004.
Varðandi 1. lið fundargerðarinnar felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna frekar þá möguleika sem kunna að vera til förgunar á heyrúllum.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð stjórnar Eyþings, 154. fundur, 9. sept. 2004.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 72. fundur, 8. sept. 2004.
Lögð fram til kynningar


5. Framkvæmdanefnd um endurbyggingu Vatnahjallavegar, umsókn um framkvæmdaleyfi.
Afgreiðslu frestað og umsækjanda falið að afla umsagna frá Minjaverði Norðurlands eystra,  Náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar og skriflegs leyfis beggja landeiganda.


6. Skýrsla um vegamál í Eyjafjarðarsveit, drög.
Lögð fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að skýrslunni.


7. Frekari gatnagerð og lóðasala í Reykárhverfi, kostnaðaráætlun.
Fyrir lá minnisblað frá sveitarstjóra með áætluðum kostnaði við gatnagerðina og áætluðum gatnagerðargjöldum.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa lausar til umsóknar lóðir nr. 3, 5, 7 og 9 við Laugartröð ásamt lóðum undir tvö fjölbýlishús við Meltröð.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að veittur skuli 25% afsláttur frá gatnagerðargjaldi samanber 6. gr.  gjaldskrár..


8. Tillaga að deiliskipulagi Kroppslands.
Erindinu vísað til skipulagsnefndar.

    

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  21:15

Getum við bætt efni síðunnar?