Sveitarstjórn

261. fundur 11. desember 2006 kl. 23:35 - 23:35 Eldri-fundur

261. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 26. október 2004, kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
1. Fundargerð atvinnumálanefndar ásamt fylgiskjölum, 23. fundur,  14.  okt. 2004.
5. liður,
  fundargerð Gróðurverndarnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að haustið 2004 verði reglur um hrossabeit í fjallendi óbreyttar frá síðasta ári.
þá samþykkir sveitarstjórn að óska eftir mati Búnaðarsambands Eyjafjarðar á hverjir hagsmunir búgreina í sveitarfélaginu séu gagnvart rétti til nýtingar ógirtra heimalanda / afrétta að hausti.
álit Búnaðarsambandsins liggi fyrir 15. febrúar 2005.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð menningarmálanefndar,  101. fundur,  13. okt. 2004.
4. liður,  bókasafn.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir nánari skoðun á laga - og fjárhagslegum hliðum málsins.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
  
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar,  73. fundur,  11. okt. 2004.
Lögð fram til kynningar.


4. Fundargerð bygginganefndar 31. fundar, 19. okt.  2004.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 4. og 5. lið.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Erindi Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar dags. 8. okt. 2004.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.


6. Skýrsla um vegamál í Eyjafjarðarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir skýrsluna.


7. Endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 1994 ? 2014.
Drög lögð fram til kynningar.


8. Héraðskjalasafnið á Akureyri,  erindi dags. 14. okt. 2004.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21:35

Getum við bætt efni síðunnar?