Sveitarstjórn

263. fundur 11. desember 2006 kl. 23:36 - 23:36 Eldri-fundur

263. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 23. nóvember 2004, kl. 20:15.

Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Arnar árnason,  Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.



1. Fundargerð atvinnumálanefndar. 24. fundur, 11. nóv. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð skólanefndar, 136. fundur, 8. nóv. 2004
Varðandi 1. lið,  þjónustusamningur við Akureyrarbæ. 
Sveitarstjórn óskar afstöðu skólanefndar til endurnýjunar á þjónustusamningi við Akureyrarbæ um skólaþjónustu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundagerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 79. og 80. fundur, 26. okt. og 9. nóv. 2004
Sveitarstjórn samþykkir að skipa ástu H. Stefánsdóttur sem formann íþrótta- og tómstundanefndar í stað Gunnar ýrar.
Jafnframt er samþykkt að fyrsti varamaður Ingvar þröstur Ingólfsson taki sæti sem aðalmaður í nefndinni.
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
 
4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 74, fundur, 8. nóv. 2004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


5. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 69. fundur, 9. nóv. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6. Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar, 205. og 206. fundur, 22. sept. og 6. okt. 2004
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


7. Erindi Ragnhildar Ingólfsdóttur og Samúels Jóhannssonar dags. 12. nóv. 2004
í erindinu fara þau  fram á að nefna hús sitt í landi Syðri-Varðgjár "Mark."
Samþykkt


8. Erindi Siglufjarðarbæjar, dags. 11. nóv. 2004, um breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2003 - 2023
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við þessar breytingar.


9. Erindi starfshóps um fjarskiptamál í Eyjafjarðarsveit, dags. 17. nóv. 2004
Sveitarstjórn samþykkir erindið og veitir allt að kr.  200.000.-. til verksins og verður fjárveitingunni mætt með lækkun á eigin fé.


10. Tekjuáætlun ársins 2005 og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar þess árs
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um áætlaðar skatttekjur ársins 2005 svo og að fjárhagsrammar til óbundinna liða fyrir árið 2005 verði óbreyttir frá árinu 2004.   þá samþykkir sveitarstjórn að húsaleiga Eignasjóðs verði óbreytt milli ára.

   
Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?