Sveitarstjórn

213. fundur 07. desember 2006 kl. 00:49 - 00:49 Eldri-fundur

213. fundur sem er aukafundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 8. október 2002, kl. 15:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

1. Erindi byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis dags. 4. okt. 2002
í ljósi þess sem fram kemur í erindinu m.a. í bókun byggingarnefndar frá 1. október s.l. telur sveitarstjórn nauðsynlegt að leita áltis prófhönnuðar á umræddri hönnun sbr. gr. 9.9 í byggingareglugerð.
Sveitarstjóra er falið að leita til viðurkenndrar verkfræðistofu um mat á fyrirliggjandi hönnunargögnum. Niðurstaða matsins verður send bygginganefnd til að hún bregðist við því á viðeigandi hátt.
Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að vinnu verði hraðað sem kostur er.
Sveitarstjórn getur ekki fallist á vanhæfi byggingarfulltrúa en ákveður engu að síður að grípa inn í málsmeðferð til að tryggja sem minnstar tafir á framkvæmdum.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?