Sveitarstjórn

264. fundur 11. desember 2006 kl. 23:36 - 23:36 Eldri-fundur

264. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 7. desember 2004,  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson.
Stefán árnason ritaði fundargerð.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá eftirtalda liði:
1. Samstarfsamningur um brunavarnir dags. 17. nóvember 2004.
2. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 4. desember 2004.
Samþykkt og verða 6. og 7. liður dagskrár.1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 81. fundur, 1. des. 2004
Varðandi 2. lið,  sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni nefndarinnar en óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum og áætlun um verkið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð skólanefndar, 137. fundur, 29. nóv. 2004
1. og 5. lið er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2005.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana..


3. Fundargerð félagsmálanefndar, 100. fundur, 25. nóv. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Erindi Rannsóknar og ráðgjöf ferðaþjónustunnar dags. 23. nóv. 2004, beiðni um styrk vegna útgáfu á sögukorti fyrir Norðurland eystra
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 200.000.-  sem greitt verður á næstu tveim árum.


5. Fjárhagsáætlun 2005, fyrri umræða
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.


6. Samstarfsamningur um brunavarnir dags. 17. nóvember 2004
Samningurinn er samþykktur.


7. Fundargerð skipulagsnefndar dags. 4. desember 2004
Fundargerðin er samþykkt.Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  20:50

Getum við bætt efni síðunnar?