Sveitarstjórn

265. fundur 11. desember 2006 kl. 23:37 - 23:37 Eldri-fundur

265. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 21. desember 2004,  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir,  Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. Fundargerðir umhverfisnefndar, 63, 64, 65 og 66. fundur, 2. okt., 11. okt., 2. des. og 13. des. 2004
þeim liðum fundargerðanna er varða fjárhagsáætlun ársins 2005 er vísað til afgreiðslu á henni.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð félagsmálanefndar, 101. fundur, 15. des. 2004
Fundargerðinni er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2005.


3. Fundargerð skólanefndar, 138. fundur, 16. des. 2004
1. lið fundargerðarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2005.
Varðandi 2. lið samþykkir sveitarstjórn afgreiðslu skólanefndar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð atvinnumálanefndar, 25. fundur, 15. des. 2004
1. lið fundargerðarinnar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2005.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Fundargerð byggingarnefndar, 32. fundur, 14. des. 2004 og 3. jólafundur dags. sama dag
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 5. lið fundargerðarinnar.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 75. fundur, 6. des. 2004
Lögð fram til kynningar.


7. Erindi Guðrúnar Bjarnadóttur og Edwards Kiernan dags. 17. des. 2004, beiðni um að mega nefna lóð sína úr landi Hólshúsa, Fífilbrekku.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við þessa nafngift.


8. Erindi Svalbarðsstrandarhrepps dags. 6. des. 2004, tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 - 2018.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna.

 

9. Skipan vinnuhóps til undirbúnings endurnýjunar sundlaugar við Hrafnagilsskóla
Samþykkt að skipa í vinnuhópinn:
   Hólmgeir Karlsson
   Karl Frímannsson
   ívar Ragnarsson

 

10. Fjárhagsáætlun ársins 2005, síðari umræða
Fyrir lá eftirfarandi  tillaga að álagningu skatta og þjónustugjalda á árinu 2005:

Fasteignaskattur, A stofn 0.39% (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 0.39% (óbreytt)
Vatnsskattur 0.11% (óbreytt)
Holræsagjald 0.055% (óbreytt)
Lóðarleiga 0.75% (óbreytt)

Elli- og örorkulífeyrisþegum verði veittur afsláttur af fasteignaskatti af eigin íbúðarhúsnæði enda sé viðkomandi þar búsettur. Afslátturinn getur verið 100% eða 50% eftir tekjum. Tekjuviðmið hækki um 6,4% milli ára.  

Tillaga að þjónustugjöldum:

Sorphirðugjald verði óbreytt  og verði sem hér segir:
240 l ílát kr. 11.850,00
500 - 660 l ílát kr. 18.495,00
1100 l ílát kr. 42.970,00
Sumarhús kr. 3.210,00
þeir sem gert hafa sérstakan samning um jarðgerð fái 3.000.- kr. aflátt af sorphirðugjaldi.


Rotþróargjald verði óbreytt og verði sem hér segir:

þróarstærð allt að 1800 l kr. 5.563,00
þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 8.494,00

Leikskólagjald hækki um 4.5 % að tillögu skólanefndar.

Skólavistunargjald hækki um 4.5% að tillögu skólanefndar.


Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.

áætlunin er samþykkt samhljóða í heild sinni með eftirfarandi breytingu:

Umhverfismál hækki um kr. 500.000.-
Framlag til Laugarborgar  hækki um kr. 1.000.000.-
Lækkun á húsaleigutekjum kr. 1.200.000.-
Hækkun á skatttekjum kr. -2.230.000.-
Samtals breytingar á aðalsjóði kr. 739.000.-
   
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2005 í þús. kr.:

Tekjur kr. 369.963.-
Gjöld án fjármagnsliða kr. 348.703.-
Fjármunatekjur og gjöld kr. 10.950.-
Rekstrarniðurstaða kr. 10.310.-



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:40.

Getum við bætt efni síðunnar?