Sveitarstjórn

267. fundur 11. desember 2006 kl. 23:38 - 23:38 Eldri-fundur

267. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 18. janúar 2005,  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir,  Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. Fundargerð menningarmálanefndar, 102. fundur, 25. nóv. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 82. fundur, 9. des. 2004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Erindi Jónatans Tryggvasonar, dags. 12. jan. 2005, í erindinu fer hann fram á að mega nefna hús sitt á lóð úr landi Litla-Hamars Kvíaból.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.


4. Erindi  Jónatans Tryggvasonar, dags. 12. jan. 2005, beiðni um tímabundið leyfi til lögheimilsskráningar í sumarhúsi á lóð úr landi Litla-Hamars.
Sveitarstjórn samþykkir að veita bréfritara tímabundna undanþágu til fimm ára til að skrá lögheimili sitt í húsinu.


5. Erindi Harðar Snorrasonar og Helgu Hallgrímsdóttur, dags. 6. jan. 2005, í erindinu er spurst fyrir um atriði sem varða deiliskipulag óshólmasvæðisins.
Erindinu er vísað til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.


6. ársskýrsla Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar 2004 og fundargerðir sama árs
Lagt fram til kynningar.

     

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  20:15

Getum við bætt efni síðunnar?