Sveitarstjórn

268. fundur 11. desember 2006 kl. 23:38 - 23:38 Eldri-fundur

268. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 1. febrúar 2005,  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir,  Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði  Stefán árnason.



1. Erindi frá þóri R. Hólmgeirssyni og önnu L. Sigurvinsdóttur, dags. 25. jan. 2005,   þar sem þau sækja um leyfi til að nefna hús sitt og lóð úr landi Hólshúsa Höfðaborg.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.


2. Erindi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar dags. 15. jan. 2005,  í erindinu er óskað viðræðna við sveitarstjórn um leigu á bifreið Hjálparsveitarinnar
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka upp viðræður við Hjálparsveitina og gera tillögu um úrlausn málsins til sveitarstjórnar. 


3. Erindi Kaupfélags Eyfirðinga um stofnun einkahlutafélags um undirbúning að lagningu hálendisvegar milli Akureyrar og Reykjavíkur
Boðað er til stofnfundar 4. feb. 2005.
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar og afla frekari upplýsinga um málið.


4. Erindi Jófríðar Traustadóttur, dags. 18. jan. 2005 um afgreiðslu á umsókn hennar um launað námsleyfi
það er skoðun sveitarstjórnar að skólanefnd hafi afgreitt umrædda umsókn faglega og vísar 2.- 4. lið til afgreiðslu skólanefndar en felur sveitarstjóra að svara 5. lið.


5. Minnisblað frá fundi sveitarstjóra og oddvita með fulltrúum Félags aldraðra 19. jan. 2005
Lagt fram til kynningar.


6. Fundargerð skipulagsnefndar, 38. fundur, 27. jan. 2005
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


7. Greinargerð vinnuhóps um fjarskiptamál í Eyjafjarðarsveit, dags. 27. jan. 2005
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og  Rögnvaldi Guðmundssyni að ganga til samninga við íslandsmiðil ehf. á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs frá fyrirtækinu svo og greinargerð frá vinnuhóp um fjarskiptamál.
Sveitarstjórn þakkar vinnuhópnum vel unnin störf.

 


8. Skýrsla stjórnar Handverkssýningarinnar að Hrafnagili 2004
Sveitarstjórn þakkar stjórn handverkshátíðarinnar 2004 fyrir góða vinnu og greinargóða skýrslu.
Sveitarstjórn samþykkir að endurskipa fulltrúa sveitarstjórnar þá Bjarna Kristjánsson og Einar Gíslason til eins árs í stjórn handverkshátíðarinnar.
þá tekur sveitarstjórn undir þá framtíðarsýn sem fram kemur í skýrslunni.


9. Yfirlit frá "Orkuhópnum," þorsteinn Egilson
Frestað vegna forfalla þorsteins Egilsonar.


 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  22:05

Getum við bætt efni síðunnar?