269. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 15. febrúar 2005, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Brynjar Skúlason, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Oddviti bar fram tillögu um að dagskrá fundarins verði breytt þannig að 7. liður, dagskrár yfirlit frá "Orkuhópnum" verði 1. liður dagskrár.
Var það samþykkt.
þá leitaði oddviti afbrigða til að taka á dagskrá 1. fundargerð vinnuhóps til undirbúnings endurnýjunar sundlaugar við Hrafnagilsskóla.
Var það samþykkt og verður 8. liður dagskrár.
1. Yfirlit frá "Orkuhópnum," þorsteinn Egilson, formaður hópsins mætti á fundinn og gerði grein fyrir starfinu og skýrslu orkuhópsins.
Sveitarstjóra falið að undirbúa kynningarefni og dagskrá kynningarfundar um orkumál og skýrslu orkuhópsins.
2. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 76. fundur, 17. jan. 2005
Lögð fram til kynningar.
3. Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra, 817, 821, 825. og 827. fundur, 29. sept., 27. okt., 24. nóv. og 15. des. 2004
Lagðar fram til kynningar.
4. Fundargerð skipulagsnefndar, 39. fundur, 10. feb. 2005
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
5. Fundargerð menningarmálanefndar, 104, fundur, 10. feb. 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Fundargerð umhverfisnefndar, 67. fundur, 10. feb. 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Fundargerð skólanefndar, 139. fundur, 10. feb. 2005
2. liður, endurmenntunarmál starfsmanna.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og Valdimar Gunnarssyni að safna upplýsingum og gera tillögu um málið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerð vinnuhóps til undirbúnings endurnýjunar sundlaugar við Hrafnagilsskóla dags. 14. feb. 2005
Fundargerðin er samþykkt. Vinnuhópnum er falið hlutverk byggingarnefndar við framkvæmdirnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:40