271. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 15. mars kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Arnar árnason, Jón Jónsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2004, síðari umræða
Helstu niðurstöður eru:
Veltufé frá rekstri er Kr. 42.1 millj., en var kr. 9.0 millj. árið 2003.
Skuldir eru samtals kr. 146.8 millj., en voru kr. 155.0 millj. árið 2003.
Eigið fé og skuldir samtals eru kr. 556.4 millj.
Reikningurinn samþykktur samhljóða.
2. Erindi frá starfsfólki Hrafnagilsskóla dags. 4. mars 2005, þar sem óskað er styrk frá sveitarfélaginu vegna kynnisferðar til Tékklands 3. - 10. júni n. k.
Samþykkt að veita styrk í ferðasjóð kr. 15.000.- á hvern þátttakanda eða samtals kr. 390.000.-.
Fjárveitingunni verður mætt við endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2005.
3. Reykárhverfi áætlun um frekari gatnagerð og lóðasölu
Samþykkt að fara í gatnagerð og gera byggingarhæfar lóðir við Hjallatröð áætlaður kostnaður kr. 12.0 - 12.5 millj. áætluð gatnagerðargjöld af sölu lóða við Hjallatröð eru kr. 9,1 millj.
Fjárveitingunni verður mætt við endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2005.
4. Fundargerð og ársskýrsla skólanefndar, 140. fundur, 24. feb. 2005
Sveitarstjórn þakkar skólanefnd og skólastjórnendum fyrir greinagóða skýrslu og góðan árangur í rekstri og starfi skólanna á árinu 2004.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar í 3. lið um að skipa vinnuhóp um framtíðaruppbyggingu leikskólaþjónustu.
Skipun í vinnuhópinn er frestað til næsta fundar.
Að öðru leiti gefa fundargerð og ársskýrsla ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð og ársskýrsla íþrótta- og tómstundanefndar, 84. fundur, 2. mars 2005
Sveitarstjórn þakkar íþrótta- og tómstundanefnd fyrir árskýrsluna og fyrir vel unnin störf á árinu 2004.
Að öðru leiti gefa fundargerð og ársskýrsla ekki tilefni til ályktana.
6. Fundargerð atvinnumálanefndar, 26. fundur, 14. feb. 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. 71., 72. og 73. fundur, 16. og 23. feb. og 9. mars. 2005
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar
8. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra, 835. fundur, 23. feb. 2005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:35