Sveitarstjórn

272. fundur 11. desember 2006 kl. 23:40 - 23:40 Eldri-fundur

272. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 29. mars kl. 19.30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði  Birna Snorradóttir.

 

1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 85. fundur, 21. mars 2005
Varðandi 2.lið telur sveitarstjórn eðlilegt að íþrótta- og tómstundanefnd  taki fullnaðarákvörðun um styrkveitingar til íþróttafólks og telji nefndin ástæðu til að veita hærri styrki í þessu tilviki er nefndinni í sjálfsvald sett að taka afgreiðsluna til endurskoðunar.
Varðandi  6. lið samþykkir sveitarstjórn frí afnot af íþróttahúsi vegna kvennahlaups íSI.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð atvinnumálanefndar, 27. fundur, 16. mars 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð handverkshátíðarstjórnar 1. fundur 2005, 8. mars
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð byggingarnefndar, 34. fundur, 15. mars 2005
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar.


5. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 78. fundur, 14. mars 2005
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


6. Erindi Steinunnar E. Sigurgeirsdóttur, dags. 22. mars 2005
(Beiðni um styrk vegna keppni á heimsmeistaramóti í íshokkí.)
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu.


7. ályktanir samþykktar á aðalfundi Kvenfélagsins Hjálparinnar 27. feb. 2005
(Um hitaveitu, vegamál og safnamál.)
Sveitarstjórn fagnar framkomnum ályktunum og lítur á þær sem stuðning við framgang  þeirra verkefna sem um ræðir.


8. Fundargerð skipulagsnefndar, 40. fundur, 24. mars 2005
Fundargerðin samþykkt.



Fundi slitið kl. 20:30.

Getum við bætt efni síðunnar?