Sveitarstjórn

273. fundur 11. desember 2006 kl. 23:40 - 23:40 Eldri-fundur

273. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 12. apríl kl. 19.30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði  Stefán árnason.

1. Fundargerð handverkshátíðarstjórnar , 2. fundur,  4. apríl 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Fundargerð skólanefndar, 141. fundur, 6. apríl 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Endurnýjun á leigusamningi við hótel Vin ehf. um leigu á heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla.
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar og fela oddvitum listanna ásamt starfsmönnum skrifstofu að kanna forsendur erindisins frekar.


4. Erindi Páls S. Jónssonar dags. 4. apríl 2005,  þar sem hann óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að skrá lögheimili í húsi á lóð nr. 13 í landi Leifsstaða
Sveitarstjórn samþykkir að veita bréfritara tímabundna undanþágu til fimm ára til að skrá lögheimili sitt í húsinu.


5. Umsögn um breytingar á lögum nr. 4/1995,  um tekjustofna sveitarfélaga
Sveitarstjórn leggst ekki gegn þessu frumvarpi.

6. Lokatillögur sameiningarnefndar félagsmálaráðherra um sveitarfélagaskipan,  dags. 31. mars 2005 og tilnefning í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga
Samþykkt að tilnefna í nefndina  Arnar árnason og Hólmgeir Karlsson sem aðalmenn og til vara Valdimar Gunnarsson og Valgerði Jónsdóttur.

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21:00

Getum við bætt efni síðunnar?