Sveitarstjórn

274. fundur 11. desember 2006 kl. 23:41 - 23:41 Eldri-fundur

274. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 26. apríl kl. 19.30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði  Stefán árnason.



1. Endurnýjun á leigusamningi við hótel Vin ehf. um leigu á heimavistarhúsi Hrafnagilsskóla
Fyrir fundinum lá minnisblað sveitarstjóra um endurnýjun á leigusamningi við hótel Vin ehf.

Einnig lá fyrir eftirfarandi tillaga frá Arnari árnasyni og Hólmgeiri Karlssyni:
"Undirritaðir leggja til að leiga vegna áranna 2003 og 2004 lækki um kr. 830 þús. hvort ár. Leigutaka verði að auki endurgreiddar kr. 415 þús. vegna ársins 2002. Leiga fyrir árin 2005 og 2006 verði kr. 1.870 þús.
Nýr leigusamningur verði gerður til eins árs skv. ofantöldu og fellur þá núverandi samningur úr gildi um leið.
Jafnframt leggja undirritaðir til að stofnaður verði vinnuhópur sem kanni framtíðarmöguleika til nýtingar á umræddu húsnæði.
þá telja undirritaðir eðlilegt að gengið verði eftir að gögnum um rekstur verði skilað skv. fyrirliggjandi samningi."
Tillagan var samþykkt samhljóða.


2. Fundargerð skipulagsnefndar, 41. fundur,  19. apríl 2005
Varðandi afgreiðslu á 1. lið fundargerðarinnar samþykkir sveitarstjórn að hefja framkvæmdir við gatnagerð og fráveitu við Sunnutröð. 
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð skólanefndar, 142. fundur, 20. apríl 2005
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


4. Fundargerð byggingarnefndar, 35. fundur 19. apríl 2005
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 7., 8., 9., 10. og 12. lið.

Varðandi afgreiðslu á 11. lið samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn telur að bygging mjaltahringekju við fjósið á Hrafnagili hafi í för með sér jákvæð umhverfisáhrif sbr. minnisblað um fyrirhugaða byggingu, sem fylgdi með afgreiðslu skipulagsnefndar á 39. fundi hennar þann 10. feb. 2005 og sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 15. s. m.  þar af leiðandi taldi sveitarstjórn ekki ástæðu til ítarlegri grenndarkynningar þar sem fyrirhuguð bygging gæti alls ekki talist ógn við þéttbýlið í Reykárhverfi heldur þvert á móti. þá er það misskilningur, sem fram kemur í bókun nefndarinnar, að fyrirhuguð bygging leiði til stækkunar á búinu  enn frekar. Núverandi fjósbygging á Hrafnagili leyfir ekki fjölgun gripa í húsinu með tilkomu mjaltahringekjunnar einnar sér. Sú básafjölgun, sem hugsanleg er vegna þess að mjaltabás verður aflagður, leiðir ekki til fjölgunar á básum í heild,  þar sem leggja verður af bása á móti og skerða lausagöngurými vegna aðkomuleiðar að hringekjunni.
Sveitarstjórn deilir hins vegar þeirri sýn með byggingarnefnd,  að sú mikla nálægð sem er á milli umrædds bús og þéttbýlisins geti auðveldlega leitt til hagsmunaárekstra. Umrædd byggingarframkvæmd er viðleitni eigenda búsins til að draga úr hugsanlegum árekstrum og mun sveitarstjórn taka upp viðræður við eigendurna um enn frekari aðgerðir sem hugsanlega gætu dregið úr neikvæðum áhrifum búrekstursins á næsta nágrenni."
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  20:25

Getum við bætt efni síðunnar?