275. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 10. maí 2005, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Björk Sigurðardóttir, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Reynir Björgvinsson og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Erindi Guðmundar Lárussonar, dags. 3. maí 2005, í erindinu gerir hann athugasemd við að hann fái ekki byggingarrétt á lóð sinni úr landi Ytri-Varðgjár sunnan Ekru
Afgreiðslu frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara og eiganda Ekru.
2. Erindi Trésmíðaverkstæðis Sveins Heiðars hf. dags. 27. apríl 2005, þar sem er gerð grein fyrir vilja fyrirtækisins til að halda áfram byggingarframkvæmdum á lóð þess við Skólatröð
Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um þær hugmyndir sem fyrirtækið hefur uppi um byggingar á svæðinu.
þá er sveitarstjóra falið að kanna allar hugsanlegar leiðir til að tryggja framgang málsins.
3. Erindi Fornleifastofnunar íslands mótt. 25. apríl 2005, þar sem farið er fram á leyfi til uppgraftrar og rannsókna á þórutóftum á Laugafellsöræfum
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 79. fundur, 11. apríl 2005
Lögð fram til kynningar.
5. Fundargerðir byggingarnefndar sundlaugar við Hrafnagilsskóla, 3., 4., 5., 6. og 7. fundur, 22. feb., 17. mars, 25. og 26. apríl og 3. maí 2005
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
6. Fundargerð félagsmálanefndar, 103. fundur, 28. apríl 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Fundargerð atvinnumálanefndar, 28. fundur, 14. apríl 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
8. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 86. og 87. fundur, 26. apríl og 4. maí 2005
Varðandi 4. lið, 86. fundar, sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Fundargerðir Héraðsráðs, 208. og 209. fundur 2. mars og 20. apríl 2005.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
10. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins, 4. feb. og 17. mars 2004.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
11. Erindi Fallorku ehf. dags. 2. maí 2005, beiðni um framkvæmdaleyfi vegna byggingar Djúpadalsvirkjunar 2
Samþykkt að fresta afgreiðslu og óska eftir frekari gögnum svo sem upplýsingum um hvernig landamerki liggja að virkjanasvæðinu og hvernig fyrirhugað lón leggst í landið.
12. Erindi Fallorku ehf. dags. 2. maí 2005, vegna kaupa á hluta jarðarinnar Hvassafells, beiðni um að hinn keypti hlutur verði leystur úr landbúnaðarnotkun
Afgreiðslu frestað.
13. Fundargerð stjórnar Eyþings, 160. fundur, 23. mars 2005, og fundargerð frá fundi stjórnarinnar með þingmönnum Norðausturkjördæmis 14. feb. 2005
Lagt fram til kynningar.
14. Tillaga að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Norðurlandsskóga, beiðni um umsögn
Erindinu er vísað til umsagnar skipulagsnefndar.
15. Tillaga að 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarsjóðs, fyrri umræða
Samþykkt að vísa henni til síðari umræðu.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:45