Sveitarstjórn

276. fundur 11. desember 2006 kl. 23:42 - 23:42 Eldri-fundur

276. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 24. maí 2005,  kl. 20:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.



Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni sameiningarnefndar um kostnaðarþátttöku  samkvæmt kostnaðaráætlun dags. 19. maí 2005, frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði.
Var það samþykkt og verður 12. liður dagskrár.



1. þriggja ára fjárhagsáætlun, síðari umræða
Fyrirliggjandi áætlun gerir ráð fyrir að rekstur áranna 2006 - 2008 verði að mestu óbreyttur frá því sem áætlun ársins 2005 gerir ráð fyrir. þó eru gerðar nokkrar breytingar á rekstrartekjum og gjöldum í samræmi við áætlaða fjölgun íbúa.
Gert er ráð fyrir að til fjárfestinga fari kr. 20 millj. á ári.
áætlunin var samþykkt samhljóða.


2. Fundargerð byggingarnefndar, 36. fundur, 10. maí 2005
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar  á  4., 5., 6., 8. og 9. lið.
Varðandi afgreiðslu 7. liðar, fundargerðarinnar bendir sveitarstjórn á að hún sem skipulagsyfirvald hefur þegar heimilað viðkomandi framkvæmd. Byggingarnefnd ber því að afgreiða umsóknina og gefa út byggingarleyfi án frekari tafa enda leggi umsækjandi fram þau gögn sem þarf til að nefndin geti uppfyllt eftirlitsskyldu sína með byggingunni. 
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 74. og 75. fundur, 30. mars og 11. maí 2005
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


4. Erindi Sigurðar Magnússonar og Anitu Jónsdóttur, dags. 8. maí 2005 um leyfi til að breyta nafni  Brúnahlíðar 1  í "Prinsessuhæðir."
Sveitarstjórn hafnar erindinu og felur sveitarstjóra að gera bréfriturum grein fyrir eðli málsins.


5. Erindi íbúa við Skólatröð, dags. 10. maí 2005, um lagfæringar á umhverfi
Sveitarstjórn samþykkir að verða við óskum bréfritara í 1.,  2. og 4. lið bréfsins.


6. Erindi stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. dags. 12. maí 2005, tillaga að breytingu á stofnsamningi og stefnumótun fyrir byggðasamlagið
Sveitarstjórn telur eðlilegt að í náinni framtíð skuli stefnt að því að byggðasamlagið annist allt sem lýtur að meðhöndlun sorps á svæðinu.
þannig er sveitarstjórn samþykk því að samlagið annist rekstur gámasvæða og  verði stefnt að því til framtíðar að það annist sorphirðu einnig.  Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi breytingar á stofnsamningi.


7. Erindi Norðurorku hf., dags. 11. maí 2005, hagkvæmniútreikningur vegna lagningar hitaveitu frá Rútsstöðum að Fellshlíð
Sveitarstjórn minnir á ákvæði í samningi um lagningu hitaveitu í gamla öngulsstaðahreppi þ.e. að Sámsstöðum.
Varðandi hagkvæmni framkvæmdarinnar telur sveitarstjórn eðlilegt að líta til arðsemi hennar í heild sinni þ.e. frá Stóra Hamri að Fellshlíð annarsvegar og hinsvegar frá Stóra Hamri að Sámsstöðum.
 
8. Erindi Norðurorku hf. dags. 3. maí 2005, beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitu frá Stóra Hamri að Rútsstöðum
Sveitarstjórn samþykkir erindið en bendir jafnframt á að tillit verði tekið til bókunar í 7. lið dagskrár.


9. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 210. fundur, 4. maí 2005, ásamt dagskrá fundar héraðsnefndar 1. júní 2005.
Lagt fram til kynningar.


10. Erindi Fallorku ehf., dags. 9. maí 2005, beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar vegslóða frá Litla-Dal og inn í Hvassafellsdal.
Erindinu frestað og óskað eftir umsögn  Náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar.


11. Erindi Fallorku hf. dags. 2. maí 2005, beiðni um framkvæmdaleyfi vegna virkjunar II í Djúpadalsá. Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.
Fyrir liggur umsókn Fallorku ehf. dags. 2. maí 2005, um framkvæmdaleyfi vegna Djúpadalsvirkjunar 2. Með umsókninni fylgja samningar um leigu lands og vatnsréttinda vegna Djúpadalsvirkjana við eigendur jarðanna Valla, Syðra-Dalsgerðis og Ytra-Dalsgerðis. Deiliskipulag fyrir umrædda virkjun var samþykkt í sveitarstjórn 12. okt. 2004. í umsókn framkvæmdaaðila kemur fram að ekki hafi náðst samningar við eigendur Stóra-Dals um afnotarétt af þeirra landi og þess vegna hafi hann ákveðið að lækka stíflu um 8 m, það er úr 142 m y.s. í 134 m y.s. Með þessari breytingu telur umsækjandi að mannvirki (lón) öll rísi utan landamerkja umræddrar jarðar.  á þessum forsendum samþykkir sveitarstjórn að gefa út framkvæmdaleyfi.


12. Erindi frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði dags. 19. maí 2005,   áætlun um kostnað vegna sameiningarvinnu.
Sveitarstjórn telur að ríkisvaldinu beri að standa straum af kostnaði við þetta verkefni þar sem það er ákvarðað af hálfu ríkisvaldsins.
Sveitarstjórn mun þó ekki skorast undan því að standa straum af kostnaði við vinnu nefndarmanna sem henni var skylt að tilnefna svo og  kostnaði við undirbúning og framkvæmd kosninganna. Sveitarstjórn hafnar frekari kostnaðarþátttöku í verkefninu.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 23:50

Getum við bætt efni síðunnar?