279. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 5. júlí 2005 kl. 19.30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason, Reynir Björgvinsson, Björk Sigurðardóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Birna Snorradóttir.
Dagskrá:
1. Sorpáætlun fyrir sveitarfélög sem aðild eiga að Sorpsamlagi Eyjafjarðar bs
Sveitarstjórn samþykkir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005 - 2020 en tekur jafnframt undir bókun Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra frá 81. fundi nefndarinnar. "Heilbrigðisnefnd hvetur Sorpeyðingu Eyjafjarðar b.s. og Sorpsamlag þingeyinga ehf til að hafa náið samstarf við gerð svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs, t.d. hvað varðar möguleika á að samnýta framtíðar urðunarstað í Eyjafirði og fyrirhugaða sorpbrennslustöð við Húsavík."
2. Skipan fulltrúa í samstarfsnefnd UMF Samherja og Eyjafjarðarsveitar, afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Afgreiðslu frestað.
3. Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 76. fundur, 21. júní 2005 og fundargerð 77. fundar (oddvitafundar), 23. júní 2005
Varðandi 2. lið 77.fundargerðar skipar sveitarstjórn Stefán árnason. Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð skólanefndar, 143. fundur, 29. júní 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð Héraðsnefndar Eyjafjarðar, 38. fundur, 1. júní 2005
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 80. og 81. fundur, 9. maí og 13. júní 2005
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar Eyþings, 162. fundur, 26. maí 2005
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8. Fundargerð byggingarnefndar sundlaugar við Hrafnagilsskóla, 8. fundur 21. júní 2005 ásamt minnisblöðum frá 8. og
9. júní
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
9. Minnisblað frá vinnuhópi um fjarskiptamál dags. 30. júní 2005
Sveitastjóra falið að ganga frá samningi við íslandsmiðil á grundvelli fyrirliggjandi minnisblaðs og fyrri ákvörðunar.
10. Skipan fulltrúa í skólanefnd
Tillaga frá Arnari árnasyni að skipa 2. varamann í skólanefnd, Valgerði Jónsdóttur. Sveitarstjórn samþykkir skipunina.
11. Erindi íbúa úr fyrrum Saurbæjarhreppi um fjarskiptamál dags. 1. júlí 2005
Sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi og samþykkir að boða til fundar með bréfriturum ásamt fulltrúum úr vinnuhópi sveitarstjórnar um fjarskiptamál og úr sveitarstjórn til að ræða möguleika á frekari aðgerðum.
12. Framkvæmdaleyfi vegna lagfæringar á vegslóða frá Litla-Dal að Kambfelli, umsögn náttúruverndarnefndar dags. 22. júní 2005
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
13. Fundargerð skipulagsnefndar, 43. fundur, 1. júlí 2005
Fundargerðin samþykkt.
Fundi slitið 21:25