Sveitarstjórn

280. fundur 11. desember 2006 kl. 23:44 - 23:44 Eldri-fundur

280. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar var haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 16. ágúst  2005 kl. 19.30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir,  Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason,  Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson,  Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.



1. ársreikningur 2004 fyrir Skjólbeltasjóð Kristjáns Jónssonar
Reikningurinn er lagður fram til kynningar.


2. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 211. fundur, 13. júlí 2005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


3. Fundargerð byggingarnefndar, 40. fundur, 19. júlí 2005
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarnefndar á 4. og 5. lið fundargerðar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð stjórnar Eyþings, 163. fundur, 22. júlí 2005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


5. Fundargerð atvinnumálanefndar, 30. fundur, 8. ágúst 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Breyting á deiliskipulagi Djúpadalsvirkjunar 1 og 2, vegna Djúpadalsvirkjunar II
Breytingin felst í því að stíflumannvirkin eru færð um 160 m til suðurs. Við það lengist fallpípan sem því nemur og stærð uppistöðulóns minnkar um 2 - 3 ha.  Grenndarkynning hefur farið fram en Skipulagsstofnun hafði fyrir sitt leyti samþykkt breytinguna sem minniháttar sbr. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Sveitarstjórn staðfestir breytinguna.


7. Fundargerð stjórnar búfjáreftirlits 18. svæðis, 8. fundur, 23. júní 2005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


8. Kjörseðill vegna sameiningarkosninga í Eyjafirði þann 8. okt. 2005
Sameiningarnefndin biður um að allar sveitarstjórnirnar samþykki kjörseðilinn eða komi með tillögur til breytinga á honum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi kjörseðil.


9.Skipan fulltrúa í samstarfsnefnd um íþróttamál
Samþykkt að skipa Sigríði Bjarnadóttur,  Hólsgerði í samstarfsnefndina.



Fleira ekki gert,  fundið slitið kl.  20:20

Getum við bætt efni síðunnar?