Sveitarstjórn

283. fundur 11. desember 2006 kl. 23:45 - 23:45 Eldri-fundur

283. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 13. sept. 2005 kl. 19.30.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason,  og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.


Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá minnisblað frá sveitarstjóra um akstur framhaldsskólanema dags. 13. sept.  2005.
Var það samþykkt og verður 9. liður dagskrár.


1. Fundargerð byggingarnefndar, 42. fundur, 6. sept. 2005.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 4. til og með 11. lið.
Varðandi 10. lið,  sveitarstjóra er falið að standa að grenndarkynningu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 82. fundur, 23. ág. 2005.
Varðandi 5. lið,  sveitarstjóra er falið að leggja fram drög að samþykktum um fráveitu sveitarfélagsins.
Annað i fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð félagsmálanefndar, 104. fundur, 5. sept. 2005.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Með vísan til  2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004 samþykkir sveitarstjórn að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 100.000.000,00 til endurbyggingar sundlaugar við Hrafnagilsskóla, gatnagerðar og endurnýjunar aðveitu- og fráveitulagna fyrir nýjan byggingaráfanga í Reykárhverfi. Lán þetta skal endurgreiðast á 17 árum og ber 4.03%  fasta vexti auk verðtryggingar. Uppgreiðsla lánsins umfram umsamdar afborganir er óheimil. 
Lántökugjald er 0.425% af höfuðstól lánsins.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Eru þær til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu höfuðstóls, vaxta, dráttarvaxta, vaxtavaxta, verðbóta, lögbundinna vanskilaálaga, kostnaðar við kröfugerð, innheimtu- og málskostnaðar, kostnaðar við fjárnámsgerð og væntanlegs kostnaðar af frekari fullnustugerðum, svo og öllum öðrum kostnaði, sem af vanskilum kann að leiða, og gildir tryggingin uns skuldin er að fullu greidd. Fyrir gjaldfallinni fjárhæð má ganga að veðinu til fullnustu skuldarinnar án undangengis dóms eða sáttar skv. 7. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um aðför nr. 90/1991.
Sveitarstjórnin veitir jafnframt Bjarna Kristjánssyni, sveitarstjóra, fullt og ótakmarkað umboð til þess að skrifa undir lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, og önnur þau skjöl sem nauðsynleg eru til að lánssamningurinn taki gildi. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengist lánssamningi þessum
."

5. Hitavatnsréttindi að Syðra-Laugalandi, álitsgerðir AP Lögmanna og lögmannanna Ragnars Aðalsteinssonar og Sigríðar Rutar Júlíusdóttur.
Lagt fram til kynningar.

6. Erindi Flugmálastjórnar dags. 29. ágúst 2005 um leyfi til að reka flugvöll á Melgerðismelum.
Sveitarstjórn samþykkir að  Melgerðismelaflugvöllur fái stöðu lendingarstaðar samkv.  reglugerð um flugvelli


7. Erindi Bryndísar Símonardóttur, dags. 5. sept. 2005,  um styrk til foreldra til þátttöku í uppeldisnámskeiði.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.


8. Erindi Sigurðar Magnússonar og Anitu Jónsdóttur um nafn á húsi við Brúnahlíð.  í erindinu óska þau eftir að fá að nefna væntanlegt hús sitt í Brúnahlíð 1,  Prinsessuhæðir.
Erindinu er vísað frá þar sem það hefur áður verið afgreitt á 276. fundi sveitarstjónar 24. maí 2005.


9. Minnsblað frá sveitarstjóra um akstur framhaldsskólanema dags. 13. sep. 2005.
Sveitarstjórn treystir sér ekki til  að taka upp akstur framhaldsskólanema í vetur þar sem áhugi fyrir þátttöku er lítill og kostnaður á hvern farþega mjög mikill.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 20:35

Getum við bætt efni síðunnar?