Sveitarstjórn

214. fundur 07. desember 2006 kl. 00:50 - 00:50 Eldri-fundur

214. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 15. október 2002, kl. 16:00.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Eiríkur Hreiðarsson, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson og Einar Gíslason.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Erindi til fjárlaganefndar Alþingis, safnamál
Samþykkt.

 

2. Erindi til fjárlaganefndar Alþingis, vegamál
Samþykkt.

 

3. Erindi til fjárlaganefndar Alþingis, embætti handverksráðgjafa
Samþykkt að senda erindið einnig til Menntamálaráðuneytisins.

 

4. Erindi til fjárlaganefndar Alþingis, Tónlistarhúsið Laugarborg og Freyvangsleikhúsið
Samþykkt.

 

5. Erindi til fjárlaganefndar Alþingis, málefni Saurbæjar
Samþykkt.

 

6. Erindi til fjárlaganefndar Alþingis, akstur framhaldsskólanema
Samþykkt.


7. Skipulagsmál Reykárhverfis II, erindi til Kanon arkitekta, Rvík.
Samþykkt með 6. atkv. E.H. sat hjá.

 

8. Erindi kennara við Hrafnagilsskóla um húsnæðisgreiðslur dags. 25. sept. 2002

Eftirfarandi bókun var samþykkt með 6 atkv. E.G. sat hjá vegna vanhæfis.

"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur undir erindi kennara og viðurkennir að um ákveðin mistök hafi verið að ræða við afnám umræddra greiðslna. það ber þó að hafa í huga að eðlilegt hefði mátt teljast að greiðslur þessar féllu niður eftir gerð kjarasamninga við kennara. Jafnframt er bent á að um þessar greiðslur hefur gilt sama fyrirkomulag og aðrar aukagreiðslur til kennara að þær hafa verið endurnýjaðar til árs í senn eftir að beiðni um það hefur borist frá kennurum. Eftir gerð kjarasamninga barst engin slík beiðni, en þrátt fyrir það var þessum greiðslum haldið áfram af skrifstofu sveitarfélagsins þar til nú í haust.
í ljósi þessa samþykkir sveitarstjórn að þessum greiðslum verði haldið óbreyttum út núverandi skólaár. Komi til þess að ákvörðun verði tekin um að lækka eða afnema sérstakar greiðslur til kennara í eigin húsnæði verði það gert með góðum fyrirvara og formlegri uppsögn á þessum hlunnindum. Sveitarstjóra falið að leiðrétta málið við næstu útborgun launa."

 

9. Erindi Ingvars þóroddssonar um bílastæði við Kristnesskóg dags. 26. sept. 2002
Erindinu er vísað til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.

 

10. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 726. fundur, 25. sept. 2002
Lögð fram til kynningar

 

11. Fundargerð byggingarnefndar, 4. fundur, 1. okt. 2002
3. liður, vísað er til afgreiðslu sveitarstjórnar á 213. fundi 8. október 2002.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

12. Fundargerð félagsmálanefndar, 87. fundur, 10. okt. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

13. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 58. fundur, 7. okt. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

14. Fundargerð stjórnar félagsheimilanna, 2. fundur, 8. okt. 2002
Nokkur umræða varð um framtíð Sólgarðs. Sveitarstjórn telur nauðsynlegt að kynna sem fyrst fram komnar hugmyndir um nýtingu hússins
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

15. Fundargerð menningarmálanefndar, 86. fundur, 9. okt. 2002
Varðandi 4. lið óskar sveitarstjórn eftir upplýsingum um aukinn launakostnað vegna lengri opnunartíma.
Annað í fundargerð gefur ekki tilefni til ályktana.

 

16. Kaupsamningur um jörðina Rifkelsstaði I
í þessu tilviki er ekki um forkaupsákvæði að ræða og samningurinn því ekki tekinn fyrir.

 

17. óshólmanefnd, verkbeiðni um könnun á framburði Eyjafjarðarár
Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00


Getum við bætt efni síðunnar?