Sveitarstjórn

284. fundur 11. desember 2006 kl. 23:46 - 23:46 Eldri-fundur

284. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 27. sept. 2005 kl. 19.30.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Björk Sigurðardóttir,  Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason,  og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason

 
1. Fundargerð skipulagsnefndar ásamt fsk., 45. fundur,  22. sept. 2005.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina ásamt meðfylgjandi  tillögum að breytingum á verklagsreglum um deiliskipulag á vegum einkaaðila og  tillögu að samningi við landeiganda / framkvæmdaaðila á grundvelli verklagsreglna um deiliskipulag á vegum einkaaðila.


2. Fundargerð atvinnumálanefndar, 30. fundur, 20. sept. 2005.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 83. fundur, 5. sept. 2005.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


4. Fundargerð stjórnar Eyþings, 164. fundur, 13. sept. 2005.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


5. Skýrsla handverkshátíðarstjórnar 2005.
Lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn þakkar sýningarstjórn og  framkvæmdaaðila handverkssýningar vel unnin störf.


6. Erindi Sögufélags Eyfirðinga, dags. 14. sept. 2005, beiðni um styrk vegna útgáfu á ábúenda- og jarðatali Stefáns Aðalsteinssonar.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006.


7. Erindi Birgis þórðarsonar, dags. 16. ág. 2005,  þar sem hann óskar eftir að verða leystur frá störfum í stjórn Skjólbeltasjóðs Kristjáns Jónssonar.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu.
Samþykkt að óska eftir því að Gunnar Jónasson,  Rifkelsstöðum taki sæti Birgis í nefndinni.
þá var samþykkt að skipa Matthildi Bjarnadóttur, Rein sem varamann í nefndina.


8. útivistarkort af Eyjafjarðarsveit, svar Helga M. Arngrímssonar við fyrirspurn sbr. 6. dagskrárlið 281. fundar 30. ág, 2005.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að ræða nánar við bréfritara.


9. Fundargerð 727. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 26. ág. 2005.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


10. Bréf frá Norðurorku ehf. dags. 23. september 2005, vegna athugunar á lagningu hitaveitu frá Akri að Fellshlíð.
Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins og ræða við íbúa á svæðinu.Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?