287. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 8. nóv. 2005 kl. 19.30.
Mætt: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson og Einar Gíslason.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
Samþykkt var fyrirliggjandi tillaga um breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2005.
Helstu breytingar eru:
áætlaðar skatttekjur hækka um kr. 30.467.000.-
áætluð rekstrargjöld aðalsjóðs hækka um kr. 14.245.000.-
Flutt fjárveiting milli ára v/reksturs málaflokka kr. 3.712.000.-
áætlaðar fjárfestingar Eignasjóðs eru lækkaðar um kr. 61.594.000.-
áætlaðar fjárfestingar Veitustofnana eru hækkaðar um kr. 11.835.000.-
áætluð lántaka Eignasjóðs er lækkuð um kr. 50.000.000.-
2. Erindi Kvennasambands Eyjafjarðar dags. 26. okt. 2005 , beiðni um 50 þús. kr. styrk vegna Landsþings Kvenfélagasambands íslands á Akureyri 22. - 25. júní 2006.
Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2006.
3. Bréf Norðurorku hf. dags. 24. okt. 2005 um lagningu hitaveitu frá Rútsstöðum að Fellshlíð.
Lagt fram til kynningar.
4. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar á svæði 18, 9. fundur, 25. okt. 2005.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Kynning á stöðu Vaxtarsamnings Eyjafjarðar , Magnús þór ásgeirsson og Hjalti Páll þórarinsson.
Magnús þór og Hjalti Páll fóru yfir stöðu samningsins og svöruðu fyrirspurnum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:05