Sveitarstjórn

288. fundur 11. desember 2006 kl. 23:48 - 23:48 Eldri-fundur

288. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 22. nóv.  2005 kl. 19:30.
Mætt: Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason,  Björk Sigurðardóttir,  Valdimar Gunnarsson,   Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
Jón Jónsson,  varaoddviti setti fund og stjórnaði í forföllum oddvita.


1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar ásamt fsk., 91. fundur, 8. nóv. 2005.
2. og 3. lið fundargerðar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2006.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð menningarmálanefndar, 106. fundur, 15. nóv. 2005.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð skólanefndar, 145. fundur, 9. nóv. 2005.
1. til og með 6. lið er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð byggingarnefndar, 44. fundur, 8. nóv. 2005.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 1. til og með 8. lið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana. 


5. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs, 76. fundur, 15. nóv. 2005.
Sveitarstjórn fagnar bókun bæjarráðs Akureyrar sem í er vitnað  í 4. lið fundargerðar og tekur undir þau sjónarmið að þörf sé á öflugu og markvissu kynningarstarfi á undirbúningi,  uppbyggingu og fyrirkomulagi förgunar sorps á Eyjafjarðarsvæðinu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 7. nóv. 2005, beiðni um álit á vinnureglum sjóðsins um jöfnun milli sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita og sveitarstjóra að hitta fulltrúa í nefndinni og gera grein fyrir sjónamiðum sveitarstjórnar.
 
7. Greinargerð Arnars Sigfússonar hdl., dags. 11. nóv. 2005, um afgreiðslu á framkvæmdaleyfi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi lokað.


8. Trúnaðarmál.
Fundur opnaður.
Samþykkt að óska eftir fundi með málsaðila.
 
9. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2006, fyrri umræða.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 20:55

Getum við bætt efni síðunnar?