Sveitarstjórn

290. fundur 11. desember 2006 kl. 23:49 - 23:49 Eldri-fundur

290. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi föstudaginn 16. desember 2005 kl. 18:00.
Mætt: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason,  Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson,   Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


1. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2006,  síðari umræða.

Fyrir lá eftirfarandi  tillaga að álagningu skatta og þjónustugjalda á árinu 2006:
útsvar                13,03%   (óbreytt)
Fasteignaskattur, A stofn   0.39%   (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn   0.39%   (óbreytt)
Vatnsskattur     0.11%   (óbreytt)
Holræsagjald     0.055% (óbreytt)
Lóðarleiga     0.75%   (óbreytt)
Elli- og örorkulífeyrisþegum verði veittur afsláttur af fasteignaskatti af eigin íbúðarhúsnæði enda sé viðkomandi þar búsettur. Afslátturinn getur verið 100% eða 50% eftir tekjum. Tekjuviðmið hækki um 4% milli ára. 
Sveitarstjórn mun taka  aftur til umræðu álagningu fasteignagjalda þegar nýtt fasteignamat liggur fyrir.


Tillaga að þjónustugjöldum:
Sorphirðugjald hækki um 4% og verði  sem hér segir:
240 l ílát      kr. 12.325,00
500 - 660 l ílát     kr. 19.235,00
1100 l ílát      kr. 44.690,00
Sumarhús      kr.   3.338,00
þeir sem gert hafa sérstakan samning um jarðgerð fái  3.000.- kr.  afslátt af sorphirðugjaldi.

Rotþróargjald hækki um 4% og verði sem hér segir:
þróarstærð allt að 1800 l    kr. 5.785,00
þróarstærð 1801 - 3600 l    kr. 8.834,00

Gjaldskrá leikskóla verði óbreytt að tillögu skólanefndar.

Skólavistunargjald hækki um 4%.


Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.

Greidd voru atkvæði um styrkveitingu kr. 600.000.- til Sögufélags Eyfirðinga og var hún samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði A.á.

áætlunin var að öðru leiti samþykkt samhljóða.
   
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2006 í þús. kr.:
Tekjur    kr.  427.426.-
Gjöld án fjármagnsliða kr.  391.533.-
Fjármunatekjur og gjöld kr.    15.772.-
Rekstrarniðurstaða  kr.    20.121.-
  
Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 18:40

Getum við bætt efni síðunnar?