Sveitarstjórn

291. fundur 11. desember 2006 kl. 23:49 - 23:49 Eldri-fundur

291. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 17. janúar  2006 kl. 19:30.

Mætt: Hólmgeir Karlsson, Valgerður Jónsdóttir, Arnar árnason,  Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson,   Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


1. Fundargerðir skipulagsnefndar, 47. og 48. fundur, 2. og 12. jan. 2006.
Afgreiðslu 4. liðar,  48. fundargerðar er frestað og samþykkt að óska eftir viðræðum við Akureyrarbæ um málið.
Annað í fundargerðunum er samþykkt..


2. Fundargerðir heilbrigðisnefndar, 86. fundur, 12. des. 2005 og 87. fundur, 9. jan. 2006.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.


3. Erindi framkv.st. heilbrigðiseftirlitsins dags. 10. jan. 2006.
Sveitarstjóra er falið að gera heilbrigðiseftirliti grein fyrir stöðu mála,  jafnframt er honum falið að leita leiða til að efla skráningu hunda.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
 
4. Fundargerð stjórnar Eyþings, 167. fundur, 25. nóv. 2005.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


5. ársskýrsla náttúruverndarnefndar fyrir árið 2005 og fundargerðir sama árs.
Lagt fram til kynningar.


6. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 730, fundur, 12. des. 2005.
Lögð fram til kynningar.


7. Erindi formanns sóknarnefndar Munkaþverárklausturkirkju dags. 18. des. 2005,   þar sem óskað er eftir styrk vegna uppsetningar á söguskilti við kirkjuna.
Samþykkt að fresta afgreiðslu og kanna möguleika á fjármögnun og samræmingu á útliti skilta við sögustaði í sveitarfélaginu.


8. Erindi Ingibjargar Bjarnadóttur dags. 12. des. 2005, í erindinu er farið fram á niðurfellingu á hundaskatti.
Samþykkt var með 4 atkvæðum að hafna erindinu,    E.G. sat hjá.
A.á. óskaði bókað að hann legði til að hundaskattur verði feldur niður hjá öldruðum íbúum sveitarfélagsins.
 
9. Erindi frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar dags. 11. jan. 2005,  þar sem kynnt er hugmynd að stofnun minningarsjóðs um Garðar Karlsson og farið fram á stuðning sveitarstjórnar við hugmyndina.
Sveitarstjórn styður hugmyndina um stofnun sjóðsins  og samþykkir að skipa Valdimar Gunnarsson  sem fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í stjórn sjóðsins. 


10. Erindi skólastjóra Krummakots dags. 15. des. 2005, um styrk til starfsmanna vegna námsferðar til Danmerkur.
Samþykkt að veita hverjum starfsmanni sem fer í ferðina styrk kr. 15.000,- 


11. Erindi Einingar-Iðju dags. 9. jan. 2006, þar sem óskað er viðræðna við sveitarstjórn um endurskoðun á kjarasamningi.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk um fund en tekur ekki afstöðu til málsins án álits launanefndar sem fer með samningsumboð sveitarfélagsins.
 
12. Greinargerð frá Vegagerðinni dags. 8. des. 2005, þar sem er fjallað um forgangsröðun verkefna og ráðstöfun fjárveitinga til vegamála í Eyjafjarðarsveit á árunum 2006 og 2007.
Sveitarstjórn vísar til greinargerðar sinnar um vegamál og legur áherslu á að þeirri forgangsröðun sem þar var sett fram verði fylgt.
Jafnframt var samþykkt að óska eftir fundi með Vegamálastjóra og Samgöngumálaráðherra um ástand vega í sveitarfélaginu. 


13. Kaup á Barnaskólahúsinu og sundlauginni að Syðra-Laugalandi.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að leita eftir viðræðum við ríkisvaldið um kaup á eignarhlut ríkisins  í þessum eignum. 


14. Sundlaug við Hrafnagilsskóla, formaður byggingarnefndarinnar greinir frá stöðu mála.
Hólmgeir Karlsson gerði grein fyrir stöðu mála.
 
15.  Fundargerðir atvinnumálanefndar, 33. fundur, 3. nóv. 2005, 34. og 35. fundur, 8. og 12. des. 2005.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.


16. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 92. fundur, 13. des. 2005.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


17. Heimasíða og handverk 2006, minnisblað frá sveitarstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu sveitarstjóra sem fram kemur í  minnisblaðinu.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  22:00

Getum við bætt efni síðunnar?