Sveitarstjórn

292. fundur 11. desember 2006 kl. 23:50 - 23:50 Eldri-fundur

292. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 31. janúar  2006 kl. 19:30.
Mættir: Hólmgeir Karlsson, Reynir Björgvinsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason,  Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson,   Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Bjarni Kristjánsson.


í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða til að taka á dagskrá minnisblað frá vinnuhópi um byggingu sundlaugar við Hrafnagilsskóla. Var það samþykkt og verður 10. liður dagskrár.
 
1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 36. fundur, 25. jan. 2006.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina og hvetur atvinnumálanefnd til að kanna enn frekar vilja annarra sveitarfélaga til samstarfs um átak til eyðingar á mink.


2. Fundargerð skipulagsnefndar, 49. fundur, 26. jan. 2006.
Sveitarstjórn samþykkir 1. til 3. lið fundargerðarinnar en frestar afgreiðslu 4. liðar þ. e. umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á Veigastaðavegi. Af viðræðum við fulltrúa Vegagerðarinnar er ljóst að frestunin mun ekki tefja framkvæmdir svo fremi sem unnt verði að afgreiða málið á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.


3. Fundargerð stjórnar Eyþings, 168. fundur, 11. jan. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, 18. jan. 2006.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


5. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 79. fundur, 10. jan. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktunar.


6. Erindi þórarins Stefánssonar um hljóðfærakaup fyrir Tónlistarhúsið Laugarborg
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.


7. Samningsumboð Launanefndar sveitarfélaga, minnisblað.
Sveitarstjórn ítrekar að hún hefur falið Launanefndinni samningsumboð sitt  við Starfsgreinasamband  íslands.


8. Um álagningu fasteignaskatts árið 2006, minnisblað.
þar sem fasteignamat hefur hækkað verulega samþykkir sveitarstjórn að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði lækkað úr 0.39% í  0.37% fyrir árið  2006.


9. Drög að viljayfirlýsingu Eyjafjarðarsveitar og Norðurorku hf. um samstarf í orkumálum í Eyjafjarðarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna, sem er svohljóðandi:
"Undirritaðir aðilar Eyjafjarðarsveit og Norðurorka hf. staðfesta með undirritun sinni á skjali þessu vilja sinn til samstarfs um orkumál, fyrst og fremst hitaveitu í Eyjafjarðarsveit.
1.  gr.
Tilgangur samstarfsins er m.a. að vinna að frekari uppbyggingu hitaveitu í Eyjafjarðarsveit og könnun á fýsileika þess að sameina hitaveitu sveitarfélagsins í Reykárhverfi  og Norðurorku hf. Aðilar munu saman vinna að framgangi verkefnisins á næstu dögum og vikum. 
2. gr.
Helstu þættir verkefnisins eru:
-Vinna á næstu vikum að framgangi frekari lagningar hitaveitu frá Hrafnagili að Grund sbr. úttekt frá árinu 2004 með það fyrir augum að framkvæmdir hefjist sumarið 2006. 
-Hefja á næstu vikum viðræður um samruna hitaveitu Eyjafjarðarsveitar í Reykárhverfi  og Norðurorku hf. hvort heldur sem er með aðkomu Eyjafjarðarsveitar að Norðurorku hf. eða  með kaupum Norðurorku hf.  á umræddri  veitu. Jafnframt verði staða kaldavatnsveitu úr Grísarárdal, sem þjónar Reykárhverfi og nágrenni, rædd á sömu forsendum.
-Kanna hagkvæmni frekari lagningar hitaveitu í Eyjafjarðarsveit.
-Gera áætlun um frekari jarðhitarannsóknir í Eyjafjarðarsveit.
3. gr.
Samstarfsaðilarnir skuldbinda sig til að starfa að þessu verkefni af fagmennsku og áhuga, með það að markmiði að komast að samkomulagi fyrir lok febrúar 2006."


10.Minnisblað nefndar um byggingu sundlaugar við Hrafnagilsskóla.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga að endurskoðuðu tilboði B.Hreiðarssonar ehf. í annan og síðari áfanga byggingarinnar að upphæð kr. 121.995.000,00. sem er tæplega 16% yfir kostnaðaráætlun. Skilafrestur er framlengdur til 1. ág. 2006. 
 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21.55.

Getum við bætt efni síðunnar?