Sveitarstjórn

295. fundur 11. desember 2006 kl. 23:52 - 23:52 Eldri-fundur

295. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 14. mars 2006 kl. 19.30.
Mættir: Arnar árnason, Einar Gíslason, Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Reynir Björgvinsson, Valdimar Gunnarsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði þórný Barðadóttir.


í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða til að taka á dagskrá málefni Handverkshátíðar 2006. Var það samþykkt og verður erindið afgreitt sem 8. liður fundar.


1. Erindi Stefáns Stefánssonar, dags. 2. mars 2006, um nöfn á lóðum úr landi Höskuldsstaða. Nöfnin eru Sóltún, Geislatún, Garðtún, Silfurtún og Gulltún.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Skipulagsnefndar.


2. Framkvæmdaleyfi vegna reiðvegagerðar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfið með 5 atkvæðum. Aá sat hjá.
 
3. Erindi Kvenfélagsins Hjálparinnar, ályktanir samþykktar á aðalfundi þess 12. febrúar 2006.
Sveitarstjórn þakkar ályktanir kvenfélagsins Hjálparinnar sem eru til þess fallnar að styðja baráttu sveitarfélagsins í þessum málum.
 
4. Erindi sóknarnefndar Grundarkirkju, dags. 1. mars 2006.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu og veita Sóknarnefnd Grundarkirkju 150.000.- kr framlag.
 
5. Svar samgönguráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers, alþingismanns, þingskjal 760.
Lagt fram til kynningar.
 
6. Fundargerðir skipulagsnefndar, 50. og 51. fundargerð, 27. feb. og 7. mars 2006.
Varðandi 1.lið, 51. fundar samþykkir sveitarstjórn að brú yfir Núpá verði haldið inni sem valkosti í skipulagi þar til frekari rannskóknir hafa farið fram á tengingu Hólavegar við Eyjafjarðarbraut eystri eða Eyjafjarðarbraut vestri.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.
 
7. Endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 1994 - 2014, fyrri umræða.
Sveitarstjórn samþykkir að senda fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2006-2026 til Skipulagsstofnunar til umsagnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum. Meðal þeirra breytinga sem samþykktar voru, eru eftirfarandi:
a) Settar verði reglur um nafngiftir á húsum/götum.
b) Skýrari viðmið verði sett í texta er varða nábýli landbúnaðar, íbúðarbyggðar og frístundabyggðar.
Tillögur að texta um ofantalin atriði verða send sveitarstjórnarfulltrúum til samþykktar.


8. Málefni Handverkshátíðar 2006.
Sveitarstjórn samþykkir erindi stjórnar Handverkshátíðar 2006 sem lagt var fram á 294. fundi Sveitarstjórnar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23

Getum við bætt efni síðunnar?