Sveitarstjórn

296. fundur 11. desember 2006 kl. 23:52 - 23:52 Eldri-fundur

296. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 28. mars 2006 kl. 19.30.

Mættir: Arnar árnason, Einar Gíslason, Gunnar Valur Eyþórsson, Jón Jónsson, Reynir Björgvinsson, Valdimar Gunnarsson og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
Varaoddviti Jón Jónsson setti fund og stjórnaði í forföllum oddvita.

1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 89. fundur, 13. mars 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2. Fundargerð atvinnumálanefndar, 37. fundur, 20. mars 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Erindi Hólmfríðar Kötlu Ketilsdóttur, dags. 16. mars 2006, um styrk til að sækja leiðbeinendanámaskeið um fyrstu hjálp í óbyggðum.
Erindið er samþykkt.

4. Erindi Jóns Stefánssonar og Kristínar Sigurðardóttur um nafn á húsi á lóð úr landi Leifsstaða, nafnið er Bergland.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafngiftina.

5. Erindi Jónatans Tryggvasonar dags. 10. mars 2006, þar sem hann fer fram á sveitarstjórn mæli með því fyrir sitt leyti sbr. 52. gr. jarðalaga nr. 81/2004, að eignarhluti hans í jörðinni Litla-Hamri verði leystur úr óðalsböndum.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við erindinu.

6. Erindi Karls Karlssonar, dags. 24. feb. 2006, um breytingu á fastnúmeraskráningu í Fasteignaskrá.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrædd viðbygging við Karlsberg verði skráð á sérstakt fastanúmer í fasteignaskrá.

7. Um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem ekki fer fram starfsemi sem rekin er í ágóðaskyni, svo sem  menningar-, íþrótta-, æskulýðs-, tómstunda- og mannúðarstarfa.
Sveitarstjórn samþykkir að veita þeim aðilum sem um er getið í fyrirliggjandi minnisblaði styrki til greiðslu fasteignagjalda sbr. heimild í 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt.

8. Minnisblað sveitarstjóra dags. 24. mars 2006, um málefni Saurbæjar og búvéla- og búnaðarsögusafns.
Sveitarstjórn samþykkir að senda erindi til menntamála- og landbúnaðarráðneytis og fara fram á bráðabirgðaafnot af húskynnum í Saurbæ til geymslu á gömlum búvélum.
Jafnframt verði boðað til fundar með áhugamönnum um stofnun búvéla- og búnaðarsögusafns. 
 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.   20:25

Getum við bætt efni síðunnar?