Sveitarstjórn

297. fundur 11. desember 2006 kl. 23:53 - 23:53 Eldri-fundur

297. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 11. apríl 2006 kl. 19.30.
Mættir: Arnar árnason, Björk Sigurðardóttir, Einar Gíslason, Gunnar Valur Eyþórsson, Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson og Valgerður Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2005, fyrri umræða.
á fundinn mætti þorsteinn þorsteinsson endurskoðandi og fór yfir ársreikninginn og skýrði hann.
ársreikningnum er vísað til síðari umræðu.


2. Tillaga að 3ja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2007 - 2009,  fyrri umræða.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.


3. Fundargerð byggingarnefndar, 47. fundur, 23. mars 2006.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 7. til og með 15. lið fundargerðar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð skipulagsnefndar, 52. fundur, 27. mars 2006.
Samþykkt að fresta afgreiðslu á 5. lið fundargerðar og að erindið verði kynnt fyrir íbúum í næsta nágrenni við fyrirhugaða akstursbraut.
Sveitarstjórn samþykkir aðra liði fundargerðarinnar.


5. Erindi Grýtubakkahrepps dags. 29. mars 2006, breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 ? 2018.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við breytinguna.


6. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu héraðsvega, umsögn sveitarstjórnar.
Samþykkt var eftirfandi:

"Tillagan gerir ráð fyrir 4 milljarða kr. viðbótarframlagi til umræddra vegflokka á næstu 5 árum.
 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar styður eindregið tillögu um átak í uppbyggingu héraðsvega sbr. þskj. 330, mál 310 og leggur eindregið til að ályktunin verði samþykkt þar sem þetta mál snertir þýðingarmikla hagsmuni byggðarlaga um land allt.
Sveitarstjórn hefur á undaförnum árum ítrekað vakið athygli Alþingis á mikilli þörf á auknum fjárveitingum til viðhalds og endurbyggingar á tengivegum og öðrum héraðsvegum. það er skoðun hennar að þessar fjárveitingar þurfi að aukast til muna þar sem ástand þessarra vega er víða orðið mjög bágborið og  hafi nú þegar hamlandi áhrif á þróun byggðar á ákveðnum stöðum á landinu. á þeim forsendum m. a. gerði hún alvarlegar athugasemdir við  við tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2005 - 2008 þar sem glögglega kom fram að halda  ætti fjárveitingum  til tengivega áfram í því lágmarki sem verið hefur um árabil. Sveitarstjórn taldi þá stefnu óskynsamlega, að hún væri ógnun við búfestu og atvinnurekstur víða í dreifbýli og ekki í neinu rökréttu samhengi við þekkta þörf eða yfirlýsingar stjórnvalda um eflingu kjarnasvæða og fyrirheit, sem gefin hafi verið um slíkar aðgerðir. þá vakti sveitarstjórn athygli á eftirfarandi sem einkennandi fyrir ástand tengivegakerfisins:

 - þessir vegir liggja ekkert frekar um afskekktar eða fámennar sveitir heldur má oft finna þá þar sem umferð er mikil, jafnvel í þéttbýlum sveitum þar sem öll þróun byggðarinnar er mjög háð góðum samgöngum.
 - Margir þessarra vega eru frá því fyrir miðja síðustu öld og alls ekki hannaðir fyrir þann hraða og þunga, sem fylgir nútíma umferð.
 - þeir þola ekki þungaflutninga á þeim tíma, sem aðdrættir af þeim toga eru hvað mestir út til sveita, þar sem burðargeta þeirra er takmörkuð.
 - Víða er snjósöfnun mikil, brýr eru of mjóar; jafnvel svo að á takmörkum er að stærri ökutæki komist yfir þær, sum fljótvirkustu snjóruðningstæki alls ekki og jafnvel ekki stærstu landbúnaðartæki.

Sveitarstjórn ítrekar enn þessi sjónarmið sín og telur að Alþingi geti ekki lengur vikið sér undan því að stórauka fjárveitingar til þess hluta vegakerfisins sem hér er til umfjöllunar."


7. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 732. fundur, 24. feb. 2006.
Lagðar fram til kynningar.


8. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, ársreikningur 2005.
Lagður fram til kynningar.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 20:35

Getum við bætt efni síðunnar?