Sveitarstjórn

298. fundur 11. desember 2006 kl. 23:53 - 23:53 Eldri-fundur

298. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 25. apríl 2006 kl. 19.30.
Mættir: Arnar árnason,  Einar Gíslason, Gunnar Valur Eyþórsson, Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. Endurbygging Veigastaðavegar, fyrirvari í framkvæmdaleyfi.
á fundinn mætti Gunnar H. Jóhannsson frá Vegagerðinni Akureyri og gerði grein fyrir hugmyndum Vegagerðarinnar um endurbyggingu Veigastaðavegar og tengingu hans við Leifsstaðaveg.
Sveitarstjórn staðfestir framkvæmdaleyfið samkvæmt A leið í fyrirliggjandi minnisblaði dags. 19. apríl 2006.

2. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir ári 2005, síðari umræða.
ársreikningurinn er samþykktur samhljóða.


3. þriggja ára fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða.
Fyrirliggjandi áætlun var samþykkt samhljóða.


4. Búvéla- og búnaðarsögusafn,  bréf dags. 23. apríl 2006.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja áhugahóp um búvéla- og búnaðarsögusafn um kr. 1.000.000.-  til flutnings á safnamunum og undirbúningi að stofnun safns.


5. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 90. fundur, 10. apríl 2006.
Lögð fram til kynningar.


6. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 733. fundur, 24. mars 2006.
Lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  20:15

Getum við bætt efni síðunnar?