Sveitarstjórn

299. fundur 11. desember 2006 kl. 23:54 - 23:54 Eldri-fundur

299. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 9. maí 2006 kl. 19.30.
Mættir: Arnar árnason,  Einar Gíslason, Gunnar Valur Eyþórsson, Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
1. Fundargerð byggingarnefndar, 48. fundur, 25. apríl 2006.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 5.  til og með 14. lið fundargerðar
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 94. fundur, 3. maí 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerð félagsmálanefndar, 109. fundur, 2. maí 2006.
Meðfylgjandi er jafnréttisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit.
Samþykkt að vísa jafnréttisáætlunni til síðari umræðu.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð skólanefndar, 149. fundur, 4. maí 2006.
Samþykkt var að taka til umræðu með fundargerð skólanefndar 7. lið dagskrár sem er minnisblað vinnuhóps um húsnæðismál Hrafnagilsskóla og Krummakots.
1. liður, skólaakstur.  
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um að samið verði við SBA - Norðurleið um skólaakstur fyrir Hrafnagilsskóla.
2. liður,  viðbótarhúsnæði við Krummakot,  ásamt minnisblaði vinnuhóps um húsnæðismál.
Afgreiðslu frestað þar til vinnuhópurinn hefur lokið vinnu sinni hvað þetta mál varðar.
6. liður,  viðbótarhúsnæði vegna skólavistunar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar.
8. og 9. liður,  ráðning deildarstjóra og áætlun um þróunarverkefni.
Sveitarstjórn samþykkir aukafjárveitingu vegna verkefnisins á árinu 2006 kr. 1.100.000.-  sem verður mætt með lækkun á eigin fé.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Fundargerð skipulagsnefndar, 53. fundur, 8. maí 2006.
1. og 2. liður, athugasemdir við deiliskipulag frístundarbyggðar í landi þverár.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Annað i fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Erindi Sigurðar ólafssonar, mótt. 4. maí 2006, um leyfi til að skrá sig til lögheimilis  að útgarði, sem er frístundahús úr landi árbakka.
Erindið er samþykkt tímabundið til 5 ára.


7. Minnisblað vinnuhóps um húsnæðismál Hrafnagilsskóla og Krummakots, dags. 4. maí 2006.
Sjá afgreiðslu á 4. lið dagskrár.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  21:40

Getum við bætt efni síðunnar?