300. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 23 maí 2006 kl. 19.30.
Mætt: Arnar árnason, Einar Gíslason, Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
1. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 91. fundur, 8. maí 2006.
Lögð fram til kynningar.
2. Fundargerð byggingarnefndar, 49. fundur, 9. maí 2006.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu byggingarnefndar á 4. lið fundargerðar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni ályktana.
3. Fundargerð atvinnumálanefndar, 38. fundur, 18. maí 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Fundargerð skólanefndar, 150. fundur, 22. maí 2006 og greinargerð frá vinnuhópi um húsnæðismál Krummakots.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu vinnuhópsins og fundargerð skólanefndar.
5. Fundargerð skipulagsnefndar, 53. fundur, 8. maí 2006, 1. og 2. tl., athugasemdir við auglýsta tillögu um frístundabyggð í landi þverár, afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.
Fyrir fundinum lá breytt skipulagstillaga af umræddri frístundabyggð sem felur í sér færslu á byggingarreit 1 um 5 metra til norðurs og byggingarreitur 2 er færður norður um 10 metra. Byggingarreitur 2 er eftir breytingu 90 metra frá landamerkjum að Rein.
Tillagan er unnin er í sátt við landeigendur og næstu nágranna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu og felur sveitarstjóra að gera málsaðilum grein fyrir niðurstöðunni.
6. Jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi jafnréttisáætlun.
þar sem þetta var síðasti fundur fráfarandi sveitarstjórnar þökkuðu oddviti og sveitarstjóri fráfarandi sveitarstjórn fyrir gott og ánægulegt samstarf á líðandi kjörtímabili.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:15