Sveitarstjórn

305. fundur 11. desember 2006 kl. 23:57 - 23:57 Eldri-fundur

305. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 12. sept. 2006, kl. 20.00.
Mætt voru:  Arnar árnason,  Bryndís þórhallsdóttir, Elísabet Sigurðardóttir, Lilja Sverrisdóttir, Karel Rafnsson, Reynir Björgvinsson, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar.  Var það samþykkt og verður 15. liður dagskrár.


1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 39. fundur, 17. ágúst 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð skipulagsnefndar, 58. fundur, 9. ágúst 2006.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.


3. Fundargerð skólanefndar, 151. fundur, 28. ágúst 2006.
Varðandi 2. lið,  skólalóð,  sveitarstjórn fagnar þessari tillögu skólanefndar og felur skólanefnd að semja erindisbréf fyrir vinnuhópinn ásamt því að skipa tvo fulltrúa  í hann og mun sveitarstjórn á næsta fundi sínum skipa einn fulltrúa.
Varðandi 2. lið,  mötuneyti,  sveitarstjóra og oddvita er falið að gera skólanefnd grein fyrir hvernig staðið var að gerð samningsins.
Varðandi 3. lið,  ráðning verkefnisstjóra,  samþykkt að fresta afgreiðslu  og óska  eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.    


4. Fundargerðir Héraðsráðs Eyjafjarðar, 219. og 220. fundur, 16. og 30. ágúst 2006.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.


5. Fundargerð byggingarnefndar, 52. fundur, 18. ág. 2006.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 4. til og með 7. lið dagskrár.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Tilboð Lánasjóðs sveitarfélaga og KB banka vegna fyrirhugaðrar 75 millj. kr. lántöku sveitarfélagsins.
Eftirfarandi samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 75.000.000.- kr. til 10 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja  fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að ljúka byggingu sundlaugar og búningsaðstöðu, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.

Jafnframt er Bjarna Kristjánssyni kt. 310744-7519, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Eyjafjarðarsveitar að undirrita lánssamning eða skuldabréf við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."


7. Kynningarskýrsla Greiðrar leiðar ehf. vegna jarðgangna undir Vaðlaheiði. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar til hugsanlegrar haugsetningar  á efni úr gangnastæðinu sunnan Leiruvegar og vestan Eyjafjarðarbrautar eystri.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar hjá skipulagsnefnd. 


8. Sala á landspildu úr landi Torfufells.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi samning.


9. Kosning tveggja aðalmanna í skólanefnd.
Samþykkt að skipa Sigurð Eiríksson,  Vallartröð 3,  formann skólanefndar en skipun formanns var frestað á 302. fundi sveitarstjórnar.
þá var samþykkt að skipa Auðbjörgu Geirsdóttur,  Eyrarlandi, aðalmann í skólanefnd í stað Jóhanns ólafs Halldórssonar sem hefur óskað eftir lausn frá störfum í nefndinni.
 
10. Skipan fulltrúa í stjórn Skjólbeltasjóðs Kristjáns Jónssonar.
Samþykkt að skipa: 
Benjamín Baldursson,  Ytri Tjörnum
Hannes örn Blandon,  Syðra Laugalandi
Skógræktarfélag Eyfirðinga skipar einn mann í stjórn sjóðsins.
 
11. Skipan fulltrúa í umsjónarnefnd óshólmasvæðisins.
Samþykkt að skipa:
Hörð Kristinsson,  Arnarhóli
Einar G. Jóhannsson,  Eyrarlandi
     
12. Erindi Fallorku ehf. vegna frekari virkjunaráforma í innanverðum Djúpadal, dags. 14. ág. 2006.
Samþykkt að vísa erindinu til skipulagsnefndar og jafnframt verði óskað eftir umsögn umhverfisnefndar.


13. Fundur um förgun úrgangs af Eyjafjarðarsvæðinu, fundarboð frá bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar, dags. 4. sept. 2006.
Lagt fram til kynningar.

14. Fundargerð stjórnar Eyþings, 172. fundur, 21. ág. 2006.
Lögð fram til kynningar.


15. ákvörðun um fundartíma sveitarstjórnar.
Samþykkt að fastur fundartími sveitarstjórnar verði annan hvern þriðjudag kl.  20:00



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21:25

Getum við bætt efni síðunnar?