Sveitarstjórn

306. fundur 11. desember 2006 kl. 23:57 - 23:57 Eldri-fundur

306. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 26. sept. 2006, kl. 20.00.
Mætt voru: Bryndís þórhallsdóttir, Dórothea Jónsdóttir, Einar Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Karel Rafnsson, Reynir Björgvinsson, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri. Fundargerð ritaði þórný Barðadóttir.



Dagskrá

1. Fundargerð byggingarnefndar, 53. fundur, 12. sept. 2006.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.


2. Fundargerð skipulagsnefndar, 59. fundur, 11. sept. 2006.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.


3. Fundargerð stjórnar Eyþings, 173. fundur 7. sept. 2006.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


4. Erindi frá Menntasmiðju kvenna á Akureyri, dags. 11. sept. 2006   um framlag vegna náms einstaklinga með lögheimili í Eyjafjarðarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir erindið en setur fram það skilyrði að fyrir liggi staðfesting á námslokum viðkomandi einstaklinga.


5. Erindi Ingibjargar Bjarnadóttur, Gnúpufelli, dags. 19. sept. 2006 um niðurfellingu á hundaskatti.
Erindinu hafnað. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að tilkynna bréfritara niðurstöðuna.


6. Erindi Egils Jónssonar, Syðri-Varðgjá, dags. 16. ág. 2006 um niðurfellingu á sorphirðugjaldi og breytingu á innheimtu tæmingargjalds rotþróa.
Sveitarstjórn hafnar erindi Egils hvað varðar niðurfellingu á sorphirðugjaldi og frestar afgreiðslu er varðar breytingu á innheimtu tæmingargjalds rotþróa. Sveitarstjóra falið að tilkynna bréfritara niðurstöðuna


7. Erindi frá stjórn Hverfisfélags Brúnahlíðar vegna frárennslismála í hverfinu, vegakerfisins og áforma um þéttingu byggðar á svæðinu mótt. 3. ág. 2006.
Sveitarstjórn vísar erindinu til  skipulagsnefndar og beinir því til formanns nefndarinnar að boða til fundar með stjórn Hverfisfélag Brúnahlíðar og lögmanninni sveitarfélagsins Arnari Sigfússyni hdl..


8. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Akureyri dags. 6. sept. 2006.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


9. Samningur við Skýrr um niðurgreiðslu á kostnaði við ADSL þjónustu.
Erindinu frestað og ákveðið að óska eftir nánari upplýsingum.


10. Skipan fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd.
Erindinu frestað.



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.45

Getum við bætt efni síðunnar?