Sveitarstjórn

307. fundur 11. desember 2006 kl. 23:57 - 23:57 Eldri-fundur

307. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 10. okt. 2006 kl. 20.00.
Mætt voru:  Arnar árnason,  Bryndís þórhallsdóttir, Dórothea Jónsdóttir, Einar Gíslason, Elísabet Sigurðardóttir, Jón Jónsson, Sigríður örvarsdóttir og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði þórný Barðadóttir.


Dagskrá:

1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 40. fundur, 29. sept. 2006.
Dórothea Jónsdóttir fékk ekki formlegt fundarboð og gerir því athugasemd við það orðalag í fundargerðinni að hún hafi boðað forföll seint.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð skólanefndar, 152. fundur, 24. sept. 2006.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


3. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar, 79. fundur, 14. sept. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð skipulagsnefndar, 60. fundur, 27. sept. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Fundargerð skipulagsnefndar, 61. fundur, 3. okt. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


6. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 96. fundur, 3. okt. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


7. Fundargerð umhverfisnefndar, 73. fundur, 5. okt. 2006.
Sveitarstjórn samþykkir 1. lið. Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


8. Fundargerð stjórnar Eyþings, 174. fundur, 22. sept. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


9. Fundargerð stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, 20. sept. 2006.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


10. Erindi Sögufélags Eyfirðinga dags. 27. sept. 2006.   Beiðni um 1. millj. kr. styrk vegna útgáfu á ábúenda- og jarðatali Stefáns Aðalsteinssonar.
Afgreiðslu frestað.


11. Skipan fulltrúa í búfjáreftirlitsnefnd.
Sveitarstjórn samþykkir að skipa Sigurgeir Pálsson, Sigtúnum sem fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í búfjáreftirlitsnefnd.


12. Sundlaug Hrafnagilsskóla, drög að kostnaðaráætlun o. fl.
Lagt fram til kynningar.


13. Tillaga að afslætti af fæðisgjöldum til  Hrafnagilsskóla.
Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum. J.J. situr hjá. Fulltrúar F lista leggja fram eftirfarandi bókun: "F listinn telur að sé á annað borð verið að greiða niður mötuneytisgjöld væri rökrétt að allir kaupendur þjónustunnar nytu sömu fríðinda."


14. Erindi Neytendasamtakanna dags. 3. okt. 2006, beiðni um styrk.
Erindinu hafnað.


15. Hólsgerðislaug, drög að kostnaðaráætlun.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að boða ólaf  Flóventsson og fulltrúa Orkusjóðs til fundar með sveitarstjórn.


16. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, kynning, Kjartan Lárusson, framkv.st.
Kjartan kynnti Markaðsskrifstofu ferðamála og svaraði fyrirspurnum.
 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23:00

Getum við bætt efni síðunnar?