Sveitarstjórn

313. fundur 11. janúar 2007 kl. 02:33 - 02:33 Eldri-fundur

Sveitarstjórn 313. fundur

 

313. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi miðvikudaginn 27. des. 2006 kl. 14.00.
Mætt voru:  Arnar árnason,  Elísabet Sigurðardóttir, Dóróthea Jónsdóttir, Sigríður örvarsdóttir, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Bjarni Kristjánsson.
 
1. Sérstaklega var boðað til þessa fundar í framhaldi skriðufalla og flóða sem urðu í sveitarfélaginu 19. og 20. des. s. l.  Eftirfarandi var samþykkt.:

a. Sveitarstjórn mun leita til stjórnar Bjargráðasjóðs um það  með hvaða hætti sjóðurinn gæti komið að mati á tjóni vegna skriðufallanna og flóðanna og greiðslu bóta í samræmi við lög um sjóðinn.
b. Sveitarstjórn samþykkir að bjóða þeim sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni aðstoð við að leita réttar síns. það verði auglýst í dreifiblaði n. k. laugardag.
c. Sveitarstjórn samþykkir að leita til umhverfisráðuneytisins um hættumat á flóðasvæðinu sbr. lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
d. óskað verði eftir samstarfi við Norðurorku hf. um mat á orsökum þess að stífla efri Djúpadalsvirkjunar brast.


2. Framganga Hjálparsveitarinnar Dalbjargar og aðstoð almennings.
Sveitarstjórn vill þakka félögum í Hjálparsveitinni Dalbjörg fyrir skjót viðbrögð við hættuástandi og ómetanlega aðstoð í kjölfar þess, sérstaklega aðstoð við heimilisfólkið í Grænuhlíð. þá vill sveitarstjórn þakka öllum öðrum innan sveitar og utan fyrir ýmiss konar aðstoð og velvilja við erfiðar aðstæður.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 15.00

Getum við bætt efni síðunnar?