Sveitarstjórn

314. fundur 28. janúar 2007 kl. 21:18 - 21:18 Eldri-fundur


314. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 9. janúar 2007,  kl. 20:00
Mætt voru:  Arnar árnason,  Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Sigríður örvarsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. Fundargerðir skipulagsnefndar, 67., 68. og 69. fundur, 6. og 13. des. 2006 og 4. jan. 2007.
Varðandi 67. fundargerð,  kom fram hjá oddvita að hann muni svara nefndinni og gera henni grein fyrir afstöðu meirihluta sveitarstjórnar.
Fundargerðir 68. og 69. fundar eru samþykktar.

2. Fundargerð samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998 - 2018, 1. fundur, 11. des. 2006.
Fundargerðin er samþykkt.

3. Fundargerð félagsmálanefndar, 111. fundur, 14. des. 2006.
Varðandi 1. lið fundargerðar,  samþykkir sveitarstjórn að fela nefndinni að vinna  tillögu að stefnu varðandi  félagslegar íbúðir í sveitarfélaginu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerð byggingarnefndar, 55. fundur, 13. des. 2006 ásamt fundargerð "jólafundar" dags. sama dag.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 4. lið 55. fundar.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Erindi umhverfisráðuneytisins dags. 1. des. 2006 um aðgerðir gegn minkum,   beiðni um framlag sveitarfélagsins vegna aðgerðarinnar.
Sveitarstjórn  samþykkir að leggja fram í verkefnið upphæð  sem nemur meðaltalsframlagi á ári  s.l. 4 ár til minkaveiða. 
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að óska eftir sundurliðaðri kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.

6. Fundargerð ráðgjafarnefndar um minkaveiðiátak á Eyjafjarðarsvæðinu, dags. 4. jan. 2007.
Lagt fram til kynningar

7. Erindi umhverfisstofnunar dags. 6. des. 2006 um skipan lykilveiðimanns vegna átaks útrýmingar minks.
Sveitarstjóra er falið að ræða um stöðu lykilveiðimanns við samstarfsveitarfélög  í verkefninu og yfirstjórn verkefnisins.

8. Fundargerð Héraðsráðs Eyjafjarðar, 222. fundur, 13. des. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

9. Snorraverkefnið, erindi dags. 5. des., beiðni um 100 þús. kr. styrk.
Erindinu er hafnað.


10. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi, endurnýjun þjónustusamnings.
Afgreiðslu frestað.


11. Erindi Huldu Jónsdóttur, Ytri-Tjörnum, dags. í nóv. 2006, athugasemdir vegna aðgengis fatlaðra að sundlaug Hrafnagilsskóla.
Við hönnun laugarinnar var gert ráð fyrir lyftu  og með henni verður aðgengi fatlaðra tryggt.
 
12. Erindi Hrafnhildar Vigfúsdóttur og Daníels þorsteinssonar, Skógartröð 9, dags. 13. des. 2006, beiðni um að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að háspennulínur ofan lóðarinnar verði fjarlægðar.
Sveitarstjóra er falið að óska eftir flutningi línunnar.

13. Erindi Magnúsar Svavarssonar, Rifkelsstöðum 3, dags. 18. des. 2006, beiðni um styrk vegna stofnunar fyrirtækisins Varnir ehf.
Sveitarstjórn telur sig ekki geta orðið við erindinu.

14. Slökkvilið Akureyrar, bréf dags. 12. des. 2006, svar við bréfi sveitarstjóra dags. 27. okt. 2006.
Samþykkt að boða Slökkviliðsstjóra á næsta fund sveitarstjórnar.
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

15. Erindi sveitarstjórnar Hörgárbyggðar um leiðir til sparnaðar í rekstri Tónlistarskóla Eyjafjarðar.
Samþykkt að óska eftir því við skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar að koma með tillögur að sparnaði í rekstri skólans.

16. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,erindi dags. 27. des. 2006, beiðni um umsögn við drög að nýrri reglugerð um stjórnsýslureglugerð sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við reglugerðina en gerir athugasemd við stuttan umsagnarfrest.

17. Tillaga að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 - 2025, Fjörubyggð.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

18. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 96. fundur, 6. des. 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

19. Fundargerð búfjáreftirlitsnefndar 27. nóv. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

20. Fundargerð stjórnar Eyþings, 177. fundur, 15. des. 2006.
Sveitarstjórn fagnar því að stjórn Eyþing taki upp hagsmuni sveitarfélaga í vegmálum og tekur undir með stjórn Eyþings um mikilvægi þess að verja hagsmuni sveitarfélaga í  vegamálum.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana. 

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 22:40

Getum við bætt efni síðunnar?