Sveitarstjórn

315. fundur 08. febrúar 2007 kl. 09:49 - 09:49 Eldri-fundur

315. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 23. janúar 2007,  kl. 20:00
Mætt voru:  Arnar árnason,  Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Sigríður örvarsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. þá mætti á fundinn þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri.

í upphafi fundar leitaði oddviti eftir afbrigðum til að taka á dagskrá fundargerð menningarmálanefndar frá 113. fundi hennar 11. jan. 2007 og einnig heimsókn slökkviliðsstjóra og var hvoru tveggja samþykkt. Heimsókn slökkviliðsstjóra verður fyrsti liður á dagskránni og breytist tölusetning annarra dagskrárliða til samræmis við það. Fundargerð menningarmálanefndar verður tekin til afgreiðslu undir lið 2 ásamt fundargerð hennar frá 6. jan. 2007.

1. Heimsókn slökkviliðsstjóra
Rædd voru málefndi hjálparliðs sbr. ákvæði í samningi um brunavarnir frá 11. júní 2001, tíðni æfinga o.fl. Einnig varabúnaður, sem staðsettur hefur verið í Bangsabúð. Slökkviliðsstjóri taldi nauðsyn á að þessi búnaður væri fyrir hendi en finna þyrfti honum húsnæði á hentugum stað. Aðilar voru sammála um að taka samninginn til endurskoðunar eða setja í hann viðauka, sem m.a. tæki betur á samskiptareglum og gagnvirkri upplýsingagjöf. Sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra falið að vinna að málinu.

2. Fundargerð menningarmálanefndar, 112. og 113. fundur, 6. og 11. janúar 2007.
Fundargerðirnar voru samþykktar.

3. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar 100. og 101. fundur,  21. desember 2006 og 9. janúar 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana en sveitarstjórn leggur til að opnunartími laugarinnar verði endurskoðaður.

4. Fundargerð skólanefndar 156. fundur 18. janúar 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Fundargerð heilbrigðisnefndar,  97. fundur 10. janúar 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Erindi frá Hörgárbyggð,  dags. 12. janúar 2007,  Gásaverkefnið,  ósk um framlag.
Sveitarstjórn samþykkir að styðja verkefnið með 170 þús. kr. framlagi.

7. Erindi frá Háskólanum á Akureyri dags. 16. janúar 2007,  varðandi samstarf um rannsóknir á lífríki Eyjafjarðar.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

8. Fundarboð um stofnun landssamtaka landeigenda 25. janúar 2007.  Samtökunum er ætlað að berjast fyrir því að eignaréttur landeigenda að jörðum sé virtur í svo kölluðu þjóðlendumáli. Sveitarstjórn samþykkir að Elísabet Sigurðardóttir verði fulltrúi hennar á stofnfundinum.

9. Athugasemd við tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025,  varðandi ölduhverfi í landi Kropps.
Vísað til afgreiðslu á aukafundi sveitarstjórnar, sem ákveðið er að haldinn verði mánudaginn 29. þ.m. kl. 18.00.

10. Erindi landeigenda vegna endurgerðar á göngubrú yfir Eyjafjarðará við Skáldsstaði yfir til Hóla.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að eiga fund með bréfriturum til að afla nánari upplýsinga um málið.

11. Tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna hundahalds.
Sveitarstjórn samþykkir að elli- og örorkulífeyrisþegar þurfi ekki að greiða umsýslugjald vegna hundahalds. Samþykkt með fjórum greiddum J.J., K.R. og B.þ. sátu hjá.

12. Tillaga um að kannaður verði áhugi íbúa allt frá Skáldstöðum að vestan og Hólum að austan suður að Hólsgerði á hugsanlegri hitaveitu frá Hólsgerði.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera könnun meðal hlutaðeigandi fyrir hitaveitu á grundvelli ákveðinna forsenda, sem honum er falið að semja miðað við fyrirliggjandi gögn. áður en könnunin fer fram skal sveitarstjórn staðfesta könnunargögn.

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 22.30.

Getum við bætt efni síðunnar?