Sveitarstjórn

318. fundur 22. febrúar 2007 kl. 09:56 - 09:56 Eldri-fundur
318. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 20. febrúar  2007,  kl. 20:00
Mætt voru:  Arnar árnason,  Elísabet Sigurðardóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Karel Rafnsson og  Einar Gíslason.
Fundargerð ritaði Stefán árnason

1. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 102. fundur, 14. feb. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 98. fundur, 7. feb. 2007.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3. Fundargerð stjórnar Eyþings, 179. fundur, 9. feb. 2007.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Fundargerðir stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga, 739. fundur, 8. des. 2006 og 740. fundar, 19. jan. 2007.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

5. Erindi hverfisfélags Brúnahlíðar, dags. 5. feb. 2007.
Sveitarstjórn tekur undir hugmyndir hverfisfélagsins um að gerð verði úttekt á þeim  ágöllum / vandamálum sem  eru til staðar í hverfinu.
Sveitarstjóra er falið að hafa samband við bréfritara um framhald málsins.  

6. Erindi stjórnar Foreldrafélags Krummakots, dags. 6. feb. 2007.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu og gera grein fyrir hvernig staðan er varðandi umferðamál og skipulag á skólalóð.

7. Erindi SAMAN-hópsins dags. 25. jan. 2007, beiðni um fjárstyrk vegna forvarnarstarfs.
Erindinu er vísað til íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Jafnframt er sveitarstjóra falið að gera tillögu að verklagsreglum fyrir styrkveitingar.

8. Erindi Svövu Svavarsdóttur, dags. 7. feb. 2007, um skipulag í Leifsstaðabrúnum.
Skipulagsnefnd hefur þegar afgreitt erindið og er sveitarstjórn sammála þeirri afgreiðslu.

9. Erindi Karls Karlssonar, dags. 5. feb. 2007, um afgreiðslu athugasemdar við tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

10. Um Fjarskiptasjóð o. fl., minnisblað sveitarstjóra, dags. 14. feb. 2007.
Lagt fram til kynningar

11. Um lagningu hitaveitu frá Hólsgerðislaug.
Afgreiðslu frestað.

12. Samgönguáætlun, framlög til tengivega, tillaga að ályktun.
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur um árabil vakið athygli þingmanna Norðustur-kjördæmis, fjárlaganefndar Alþingis og samgönguráðs á nauðsyn þess að tryggja endurnýjun tengivega og brúa í sveitarfélaginu. Rökstuðning fyrir þessari nauðsyn má finna í ítarlegri skýrslu og greinargerðum til sömu aðila. Efni þessara gagna á því að vera fyrrnefndum aðilum fullkunnugt.

í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2010, sem nú liggur fyrir Alþingi, gætir enn sömu tregðu stjórnvalda til að viðurkenna endurnýjunarþörf þessa hluta vegakerfisins með auknum fjárveitingum. Stór-framkvæmdir á stofnvegakerfinu, þótt nauðsynlegar séu, nýtist ekki nema takmarkað þeim dreifðu byggðum sem búa við lélega og ófullnægjandi tengivegi. Góðar samgöngur innan héraðs og til næstu markaðssvæða er lífæð þessara byggða. Lélegir og löngu úr sér gengnir vegir valda auknum kostnaði og óþægindum, sem auðveldlega leiðir til samdráttar í meginatvinnuvegi dreifbýlisins, landbúnaðinum.

í þingsályktuninni er gert ráð fyrir 1.523 millj. kr. til framkvæmda á tengivegum í Norðausturkjördæmi á fjögurra ára tímabili. þótt um sé að ræða nokkra hækkun miðað við síðustu fjögur ár er raunvirði fjárveitingarinnar alls ekki það sem upphæðin gefur til kynna vegna mikilla verðhækkana. Til samanburðar við áætlaða fjárveitingu skal nefnt að brýnustu framkvæmdir við endurnýjun vega og brúa í innanverðri Eyjafjarðarsveit  eru taldar kosta á verðlagi ársins 2007 kr. 864 millj. og kr. 900 millj. miðað við ýtrustu kröfur.

Með vísan til framanskráðs skorar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar á þingmenn kjördæmisins að beita sér af alefli fyrir því við afgreiðslu á umræddri þingsályktun verði fjárveitingar til tengivega hækkaðar verulega. Annað er neikvæð byggðastefna. Jafnframt skorar hún á þingmenn sína að tryggja að í fjögurra ára samgönguáætlun verði gert ráð fyrir að ljúka eftirfarandi verkefnum í Eyjafjarðarsveit:

árið 2007:
  • Endurbyggingu Eyjafjarðarbrautar vestri (821) frá Sandhólum að Nesi.  
árin 2008—2010:
  • Endurbyggingu Leifsstaðavegar (8490 Knarrarbergsvegar) frá
  • gatna mótum Eyjafjarðarbrautar eystri (829) að Leifsstöðum.
  • Endurbyggingu Hólavegar (826). Byggingu nýrra brúa yfir Eyjafjarðará (Stíflubrú) og við Sandhóla"

13. Um afslátt af fasteignaskatti til aldraðra og öryrkja.
Samþykkt að breyta áður samþykktum reglum um afslátt af fasteignagjöldum þannig að veittur verði kr. 20.000.- fastur afsláttur og svo tekjutengdur viðbótarafsláttur kr. 10.000.-  miðað við áður samþykkt tekjuviðmið.
Gjaldögum verði seinkað um mánuð frá fyrri samþykkt.
 
 
Fleira ekki gert,  fundið slitið kl. 21:00

 



Getum við bætt efni síðunnar?