Sveitarstjórn

217. fundur 07. desember 2006 kl. 00:53 - 00:53 Eldri-fundur

217. fundur, sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 26. nóvember 2002, kl. 19:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 


1. Fundargerð byggingarnefndar 5. nóvember 2002, 5. fundur.
3. liður. Erindi frá Vilhjálmi G. Kristjánssyni þar sem hann sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á landspildu úr jörðinni Leyningi.
Sveitarstjórn getur ekki samþykkt afgreiðslu byggingarnefndar þar sem um er að ræða framkvæmd á óskipulögðu landi og heimildar til framkvæmda hefur ekki verið aflað í samræmi við 3.lið ákvæðis til bráðabirgða í skipulags og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.

4. liður. Félagsbúið Holtseli sf, óskar eftir samþykki byggingarnefndar fyrir breytingum á áður samþykktri teikningu frá 5. sept. 2001, af viðbyggingu við starfsmannahús.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

2. Fundargerð skipulagsnefndar 19. nóvember 2002, 20. fundur.
Fundargerðin er samþykkt.

 

3. Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
Lagt fram til kynningar.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:50

Getum við bætt efni síðunnar?