Sveitarstjórn

319. fundur 07. mars 2007 kl. 10:16 - 10:16 Eldri-fundur
319. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 6. mars  2007,  kl. 20:00
Mætt voru:  Arnar árnason,  Elín M. Stefánsdóttir, Bryndís þórhallsdóttir, Reynir Björgvinsson, Jón Jónsson, Karel Rafnsson og  Einar Gíslason.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá skipan fulltrúa í umhverfisnefnd.
Var það samþykkt og verður 11. liður dagskrár.

1. Tónlistarhúsið Laugarborg.  
á fundinn mætti þórarinn Stefánsson,  framkvæmdastjóri.
Rætt var um starfsemi Tónlistarhússins og hugsanleg kaup á hljóðfæri.    
    
2. Fundargerðir skipulagsnefndar, 70. og 71. fundur, 19. feb. og 1. mars 2007.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerðirnar.

3. Hitaveita frá Hólsgerðislaug.
Fyrir fundinum lá  hagkvæmniathugun sem unnin var af Verkfræðistofu Norðurlands.
Samþykkt að fela Arnari árnasyni,  Bjarna Kristjánssyni og Guðmundi óskarssyni að vinna málið áfram og gera tillögu um framhald málsins. Vinnuhópurinn skal skila af sér fyrir lok apríl 2007.

4. Framtíðarnýting á heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla.
Fyrir fundinu lá uppkast að bréf til skólanefndar Eyjafjarðarsveitar varðandi þetta mál.
Fyrirliggjandi bréf var samþykkt.

5. Nýsköpunarverkefni grunnskólanemenda, beiðni um fjárstyrk, erindi  dags. 22. feb.  2007.
Erindinu er vísað til skólanefndar.

6. Erindi Emilíu Baldursdóttur, dags. 21. feb. 2007, bann við mótorhjólaumferð á leirunum norðan Hringvegarins.  
Sveitarstjórn tekur undir með bréfritara. Sveitarstjóra falið að láta setja upp skilti þar sem umferð vélknúinna tækja er bönnuð.

7. ályktun samþykkt á almennum fundi kennara við Hrafnagilsskóla 6. feb. 2007 um  launamál.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Launanefnd sveitarfélaga fer með umboð Eyjafjarðarsveitar í samningaviðræðum við Kennarasamband íslands. Sveitarstjórn væntir þess að þær viðræður geti farið fram með faglegum hætti. Kjaramál er vandasamt viðfangsefni þar sem forsenda árangurs er að gagnkvæmt traust ríki milli aðila. Sveitarstjórn treystir því að báðir aðilar virði slíkar leikreglur og forðist ótímabærar yfirlýsingar meðan á viðræðum stendur en þær geta auðveldlega dregið úr trúverðugleika og drepið faglegri umfjöllun á dreif."    

8. Erindi nokkurra kennara við Hrafnagilsskóla dags. 6. feb. 2007, andmæli við uppsögn á húsnæðisstyrk til kennara í eigin húsnæði.
Afgreiðslu frestað þar til skólanefnd hefur fjallað um erindið.

9. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007 – 2018, beiðni um umsögn.
Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að álykta sérstaklega um málið en tekur undir ályktun Eyþings um tillöguna.

10. Erindi skólaliða við Hrafnagilsskóla, afgreiðslu frestað á 311. fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjorn bendir á að nú stendur yfir vinna við endurskoðun á starfsmati ófaglærðra starfsmanna sveitarfélaga.  Með hliðsjón af því er afgreiðslu erindisins frestað þar til niðurstaða þess liggur fyrir.
Skólaliðar eru hvattir til að kynna sér þá vinnu og taka þátt í henni.

11. Skipun fulltrúa í umhverfisnefnd í stað Karls Karlssonar sem hefur sagt sig úr nefndinni.  
Samþykkt að skipa Brynhildi Bjarnadóttur,  Hjallatröð 4 í nefndina.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 22:00

Getum við bætt efni síðunnar?