Sveitarstjórn

218. fundur 07. desember 2006 kl. 00:53 - 00:53 Eldri-fundur

218. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 10. desember 2002, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Björk Sigurðardóttir, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Fundagerðir stjórnar Eyþings, 132., 133., 134., 135. og 136. fundur, 12. ág., 30. ág., 11. sept., 14. okt. og 1. nóv. 2002, einnig fundargerð frá fundi með þingmönnum 23. okt. 2002
Lagðar fram til kynningar.

 

2. Fundagerðir stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs. 51., 52. og 53. fundur, 31. okt., 12. nóv. og 2. des. 2002
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

3. Fundargerð byggingarnefndar, 7. fundur, 3. des. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

4. Fundargerð heilbrigðisnefndar, 51. fundur, 11. nóv. 2002
Lögð fram til kynningar.

 

5. Fundagerðir íþrótta- og tómstundanefndar, 59. og 60. fundur, 14. nóv. og 4. des. 2002
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

6. Fundagerðir umhverfisnefndar, 49. og 50. fundur, 7. sept. og 3. des. 2002
Varðandi fundargerð 50. fundar beinir sveitarstjórn þeim tilmælum til nefndarinnar að endurskoðað verði fyrirkomulag illgresiseyðingar og gerð verði heildaráætlun um verkefnið.
Fundargerð 49. fundar gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Fundargerð menningarmálanefndar, 88. fundur, 21. nóv. 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

8. Fundargerð félagsmálanefndar, 88. fundur, 5. des. 2002
1. lið fundargerðarinnar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

9. Fundargerðir skólanefndar, 120. og 121. fundur, 28. nóv. og 3. des. 2002
1. og 2. lið 120. fundar og 1., 2. og 3b 121. fundar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Varðandi lið 3a í fundargerð 121. fundar samþykkir sveitarstjórn tillögu skólanefndar og felur sveitarstjóra að vinna að framgangi málsins.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.

 

10. Fundargerð atvinnumálanefndar, 5. fundur, 6. des. 2002

þeim liðum í fundargerðinni sem fjalla um fjárhagsáætlun er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2003.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

11. Erindi um sjónvarpsskilyrði í Reykárhverfi, frestað frá 216. fundi, 12. nóv. 2002
Fyrir lá bréf frá Jóhanni ó. Halldórssyni, Rögnvaldi Guðmundssyni og Garðari Birgissyni þar sem þeir draga til baka erindi sitt dags. 5. nóvember.

 

12. Erindi skólaliða við Hrafnagilsskóla, frestað frá 216. fundi, 12. nóv. 2002
Með hliðsjón af svari launanefndar sveitarfélaga og minnisblaði sveitarstjóra hafnar sveitarstjórn erindinu.

 

13. Erindi um nafnbreytingu á Kálfagerði II, frestað frá 215. fundi, 29. okt. 2002
Sótt er um nafnið Lækjarbrekka.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

 

14. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2003, fyrri umræða
Samþykkt að fela sveitarstjóra, skólastjóra og formanni skólanefndar ásamt skólanefnd að yfirfara áætlun Hrafnagilsskóla fyrir næsta fund með það markmið að ná rekstrarkostnaði skólans sem næst verðlagsþróun milli ára. Jafnframt verði kannað hvort ekki fáist framlag móti auknum launakostnaði vegna sérkennslu og fatlaðra nemenda.
Samþykkt að vísa áætluninni til síðari umræðu.

 

15. Greinargerð vinnuhóps um sorpmál
Sveitarstjórn samþykkir tillögur hópsins og sveitarstjóra er falið að senda verktaka viðeigandi svör vegna áhættumats á heimreiðum.

 

16. Tillaga að stofnun vinnuhóps um orkumál
Arnar árnason, Einar Gíslason og Valgerður Jónsdóttir fulltrúar H-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að stofnaður verði vinnuhópur um orkumál. Tilgangur hópsins verði að fara yfir stöðuna í hitaveitumálum í dag og gera tillögur að framtíðarlausnum í öflun hitaorku fyrir sveitarfélagið.
Hópurinn verði skipaður 2 mönnum tilnefndum frá hvorum lista, auk sveitarstjóra.
Vinnuhópurinn skili tillögum til sveitarstjórnar eigi síðar en 1. mars 2003."

 

Hólmgeir Karlsson lagði fram eftirfarandi breytingatillögu fyrir hönd F-lista:

"F-listinn fagnar tillögu H-lista um skipan orkuhóps, enda fellur hún mjög að þeim hugmyndum og áformum sem F-listinn hefur um könnun á möguleikum til öflunar á heitu vatni í sveitarfélaginu og möguleikum til lagningar hitaveitu víðar í sveitarfélaginu. Eins og fram kom í máli oddvita á borgarafundi í Sólgarði 28. nóvember s.l. hefur F-listinn unnið að undirbúningi þessa máls m.a. með óformlegum fundum með aðilum sem til þessarra mála þekkja innan sveitarfélagsins.
í stað þess að hver listi leggi til ákveðna menn í vinnuhópinn leggjum við til að ákvörðun verði nú tekin um að stofna til vinnuhóps og verði lögð áhersla á að finna í hópinn aðila sem besta þekkingu hafa á málinu. Hlutverk hópsins verði tvíþætt, annars vegar að meta núverandi stöðu í hitaveitumálum og hins vegar að greina möguleika á frekari orkuöflun og dreifingu hitaveitu um sveitina og skal skila tillögum og/eða skýrslu til sveitarstjórnar eigi síðar en 1. mars 2003. Jafnframt verði með formlegum hætti leitað samstarfs við Norðurorku um ráðgjöf við þessa vinnu."

 

Tillaga oddvita var samþykkt samhljóða.

Jafnframt var samþykkt sveitarstjórn að hópurinn verði skipaður á fyrsta fundi sveitarstjórnar á árinu 2003.

 


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23:55


Getum við bætt efni síðunnar?